Eurovision-dómnefnd Hvíta-Rússlands vikið úr keppni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. maí 2019 17:40 ZENA flytur framlag Hvíta-Rússlands í Eurovision þetta árið. Guy Prives/Getty Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, sem stendur að Eurovision, hefur staðfest að dómnefnd Hvíta-Rússlands hefur verið vísað úr keppni. Ástæða brottrekstrarins er að meðlimir dómnefndarinnar greindu frá atkvæðum sínum í fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar á þriðjudag. Það brýtur í bága við reglur Eurovision, en þær kveða á um að úrslit undanúrslitakvöldanna megi ekki vera ljós fyrr en að úrslitakvöldinu loknu. Í samtali við miðilinn Eurovox staðfesti fjölmiðlateymi Eurovision að dómnefnd Hvíta-Rússlands hafi verið vísað úr keppni. „Hvítrússneska dómnefndin varð í viðtali við fjölmiðla uppvís að því að brjóta reglur Eurovision-söngvakeppninnar. Svo að reglum keppninnar sé fylgt hefur EBU gripið til þess ráðs að vísa dómnefnd Hvíta-Rússlands úr keppni fyrir úrslitakvöldið.“ Þá kemur fram að sökum brottrekstursins verði vægi atkvæða símakosningarinnar í Hvíta-Rússlandi aukið og munu atkvæði hvítrússneskra áhorfenda alfarið ráða því hvert stig Hvíta-Rússlands fara. Venjulega hefur ákvörðun dómnefndar 50% vægi á móti símakosningu. Athygli blaðamanns vakti að einn dómnefndarmeðlima, Angelina Mikulskaya, sagði í viðtali við miðilinn tut.by að hún hafi ekki hrifist af íslenska atriðinu og hafi því ekki kosið Ísland upp úr riðlinum á þriðjudag. Hvítrússneska lagið komst líkt og íslenska framlagið upp úr undanúrslitakvöldinu á þriðjudag. Framlag Hvíta-Rússlands er lagið Like It og er sungið af söngkonunni ZENU. Hún er 19. á svið í kvöld. Hatari verður atriði númer 17 á úrslitakvöldinu. Eurovision Hvíta-Rússland Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Sjá meira
Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, sem stendur að Eurovision, hefur staðfest að dómnefnd Hvíta-Rússlands hefur verið vísað úr keppni. Ástæða brottrekstrarins er að meðlimir dómnefndarinnar greindu frá atkvæðum sínum í fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar á þriðjudag. Það brýtur í bága við reglur Eurovision, en þær kveða á um að úrslit undanúrslitakvöldanna megi ekki vera ljós fyrr en að úrslitakvöldinu loknu. Í samtali við miðilinn Eurovox staðfesti fjölmiðlateymi Eurovision að dómnefnd Hvíta-Rússlands hafi verið vísað úr keppni. „Hvítrússneska dómnefndin varð í viðtali við fjölmiðla uppvís að því að brjóta reglur Eurovision-söngvakeppninnar. Svo að reglum keppninnar sé fylgt hefur EBU gripið til þess ráðs að vísa dómnefnd Hvíta-Rússlands úr keppni fyrir úrslitakvöldið.“ Þá kemur fram að sökum brottrekstursins verði vægi atkvæða símakosningarinnar í Hvíta-Rússlandi aukið og munu atkvæði hvítrússneskra áhorfenda alfarið ráða því hvert stig Hvíta-Rússlands fara. Venjulega hefur ákvörðun dómnefndar 50% vægi á móti símakosningu. Athygli blaðamanns vakti að einn dómnefndarmeðlima, Angelina Mikulskaya, sagði í viðtali við miðilinn tut.by að hún hafi ekki hrifist af íslenska atriðinu og hafi því ekki kosið Ísland upp úr riðlinum á þriðjudag. Hvítrússneska lagið komst líkt og íslenska framlagið upp úr undanúrslitakvöldinu á þriðjudag. Framlag Hvíta-Rússlands er lagið Like It og er sungið af söngkonunni ZENU. Hún er 19. á svið í kvöld. Hatari verður atriði númer 17 á úrslitakvöldinu.
Eurovision Hvíta-Rússland Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Sjá meira