Lífið gjörbreyttist eftir að Íris missti sjötíu kíló Stefán Árni Pálsson skrifar 2. maí 2019 14:00 Íris gekkst undir undir aðgerð og missti í kjölfarið sjötíu kíló. Íris Valgeirsdóttir var orðin rúmlega 140 kíló þegar hún uppgötvaði að lífernið sem hún lifði væri hægt og bítandi að draga hana í gröfina. Hún vildi breyta um stefnu og öðlast bætt lífsgæði með betri heilsu. Árangurinn er ótrúlegur en á einungis einu og hálfu ári hefur Íris misst rúmlega 70 kíló og segir líf sitt vera gjörbreytt. Hún hafi alla tíð upplifað fordóma gagnvart þyngdinni en í hart nær þrjátíu ár reyndi Íris að bæta heilsuna og loksins tókst það. „Ég varð ólétt mjög snemma þegar ég var sautján ára og bjó þá á Laugum þar sem ég var í framhaldsskóla og þyngdist strax þá og hef verið að eiga við þyngdina síðan ég var sautján ára,“ segir Íris í Íslandi í dag á þriðjudagskvöldið á Stöð 2. Fljótlega upp frá því hafi hún misst tökin á þyngdinni og heilsunni um leið. „Ég var búin að reyna bókstaflega allt undir sólinni til að létta mig. Ég hef reyndar ekki farið á hvítvínskúrinn. Ég er búinn að reyna allt og þetta er bara ekki leti eða eitthvað svoleiðis, ég bara náði þessu ekki.“ Segja má að vendipunkturinn í lífi Írisar hafi orðið þegar hún upplifði atvik sem vakti hana til umhugsunar um lífið og eigin heilsu. „Ég var heima hjá mömmu og fékk alveg rosalega verki inni í mér og fannst eins og ég væri að fá hjartaáfall. Þá var ég „bara“ með magabólgur og bakflæði, sem betur fer. Þetta var svolítil vakning fyrir mig. Ég var þarna yfir 140 kíló og taldi mér í trú um það að ég væri ekkert veik og þetta skipti engu máli. Ég veit það núna þegar ég er orðin svona að það var ekki rétt.“Íris með fjölskyldunni þegar hún var sem þyngst.Vanlíðanin sem fylgdi heilsuleysinu var að stórum hluta líkamleg en ekki síður andleg. „Maður er rosalega þunglyndur og þetta er bara ekki gaman. Ég er reyndar þannig týpa að ég er alltaf glöð og ég fel mig svolítið á bakvið það. Fólk sé ekkert endilega á mér hvernig mér leið.“ Þegar Íris átti ekki roð í áttræðan tengdaföður sinn þegar verið var að stika gönguleiðir á hálendi Íslands rann það endanlega upp fyrir henni að svona gæti þetta ekki gengið. Íris segir aukna hreyfingu hafa haft sitt að segja en hún naut aðstoðar þjálfara hjá Hraust sem útbjuggu sérsniðið æfingakerfi sem hefur reynst henni afar vel. „Ég fór í svokallaða mini magahjáveitu. Það var mitt lukkuskref í lífinu,“ segir Íris sem fór eftir það að hreyfa sig mikið og kílóin fuku af henni. Nú styttist í að tvö ár verði liðin frá aðgerðinni sem Íris gekkst undir en rannsóknir hafa sýnt að lífsstíll margra færist þá gjarnan til fyrra horfs. „Aðgerðin hjálpar í tvö ár og svo tekur hausinn við. Þá er það bara viljastyrkurinn og ég er ekki hrædd. Ég veit alveg að ég ætla ekki að verða aftur eins og ég var.“ Nánar er hægt að fræðast um lífsstílsbreytingu Írisar og ferlið í heild á heimasíðunni irisv.blog. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
Íris Valgeirsdóttir var orðin rúmlega 140 kíló þegar hún uppgötvaði að lífernið sem hún lifði væri hægt og bítandi að draga hana í gröfina. Hún vildi breyta um stefnu og öðlast bætt lífsgæði með betri heilsu. Árangurinn er ótrúlegur en á einungis einu og hálfu ári hefur Íris misst rúmlega 70 kíló og segir líf sitt vera gjörbreytt. Hún hafi alla tíð upplifað fordóma gagnvart þyngdinni en í hart nær þrjátíu ár reyndi Íris að bæta heilsuna og loksins tókst það. „Ég varð ólétt mjög snemma þegar ég var sautján ára og bjó þá á Laugum þar sem ég var í framhaldsskóla og þyngdist strax þá og hef verið að eiga við þyngdina síðan ég var sautján ára,“ segir Íris í Íslandi í dag á þriðjudagskvöldið á Stöð 2. Fljótlega upp frá því hafi hún misst tökin á þyngdinni og heilsunni um leið. „Ég var búin að reyna bókstaflega allt undir sólinni til að létta mig. Ég hef reyndar ekki farið á hvítvínskúrinn. Ég er búinn að reyna allt og þetta er bara ekki leti eða eitthvað svoleiðis, ég bara náði þessu ekki.“ Segja má að vendipunkturinn í lífi Írisar hafi orðið þegar hún upplifði atvik sem vakti hana til umhugsunar um lífið og eigin heilsu. „Ég var heima hjá mömmu og fékk alveg rosalega verki inni í mér og fannst eins og ég væri að fá hjartaáfall. Þá var ég „bara“ með magabólgur og bakflæði, sem betur fer. Þetta var svolítil vakning fyrir mig. Ég var þarna yfir 140 kíló og taldi mér í trú um það að ég væri ekkert veik og þetta skipti engu máli. Ég veit það núna þegar ég er orðin svona að það var ekki rétt.“Íris með fjölskyldunni þegar hún var sem þyngst.Vanlíðanin sem fylgdi heilsuleysinu var að stórum hluta líkamleg en ekki síður andleg. „Maður er rosalega þunglyndur og þetta er bara ekki gaman. Ég er reyndar þannig týpa að ég er alltaf glöð og ég fel mig svolítið á bakvið það. Fólk sé ekkert endilega á mér hvernig mér leið.“ Þegar Íris átti ekki roð í áttræðan tengdaföður sinn þegar verið var að stika gönguleiðir á hálendi Íslands rann það endanlega upp fyrir henni að svona gæti þetta ekki gengið. Íris segir aukna hreyfingu hafa haft sitt að segja en hún naut aðstoðar þjálfara hjá Hraust sem útbjuggu sérsniðið æfingakerfi sem hefur reynst henni afar vel. „Ég fór í svokallaða mini magahjáveitu. Það var mitt lukkuskref í lífinu,“ segir Íris sem fór eftir það að hreyfa sig mikið og kílóin fuku af henni. Nú styttist í að tvö ár verði liðin frá aðgerðinni sem Íris gekkst undir en rannsóknir hafa sýnt að lífsstíll margra færist þá gjarnan til fyrra horfs. „Aðgerðin hjálpar í tvö ár og svo tekur hausinn við. Þá er það bara viljastyrkurinn og ég er ekki hrædd. Ég veit alveg að ég ætla ekki að verða aftur eins og ég var.“ Nánar er hægt að fræðast um lífsstílsbreytingu Írisar og ferlið í heild á heimasíðunni irisv.blog.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira