„Hatrið hefur yfirgefið landið“ og lagt af stað til Tel Aviv Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. maí 2019 10:19 Eurovision-hópurinn fyrir utan Útvarpshúsið eldsnemma í morgun. Íslenski Eurovision-hópurinn, með Hatara í fararbroddi, lagði af stað til Tel Aviv í Ísrael snemma í morgun. Hópurinn kom saman fyrir utan Útvarpshúsið klukkan 3:45 og flugu úr landi snemma í morgun en millilent verður í London. Felix Bergsson er fararstjóri hópsins en auk Hataramanna er fjölmennt starfslið á leið til Ísrael, þ. á m. sjónvarpsfólkið Gísli Marteinn Baldursson og Björg Magnúsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá RÚV.Fyrsta æfingin á sunnudaginn Fyrsta æfing Hatara í Tel Aviv er á sunnudaginn og stígur sveitin þrettánda í röðinni á svið á fyrra undankvöldinu þann 14. maí. Felix ræddi för hópsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði þar að ferðin í nú væri um margt öðruvísi en fyrri ár þar sem hópurinn fyndi fyrir miklu meiri áhuga að utan. Felix gerði ekki ráð fyrir því að miklar breytingar yrðu á atriðinu á stóra sviðinu í Tel Aviv. Þá verði rólegra yfir hópnum fyrstu dagana en álagið aukist jafnt og þétt. „Stóru vörðurnar eru þessar æfingar. Við eigum æfingu 5. maí og aftur 9. maí, svo er opnunarhátíðin stóra 12. maí,“ sagði Felix. „Þannig að fyrri vikan er frekar rólegri og möguleiki á því að taka því rólega og leyfa viðtöl og annað slíkt en þegar við erum komin af stað inn í seinni vikuna þá rennur þetta bara fram hjá okkur eins og ég veit ekki hvað.“Snúa aftur „með fangið fullt af ást“ Gustað hefur um hópinn á samfélagsmiðlum í morgun en Gísli Marteinn birt t.d. mynd af hinu fríða föruneyti, íklæddu sérstökum Hataragöllum, fyrir utan Útvarpshúsið á Instagram-reikningi sínum í morgun. „Hatrið hefur yfirgefið landið. Snúum aftur með fangið fullt af ást,“ skrifaði Gísli Marteinn við myndina. View this post on InstagramHatrið hefur yfirgefið landið. Snúum aftur með fangið fullt af ást. #esc2019 #hatriðmunsigra #eurovision2019 A post shared by Gísli Marteinn Baldursson (@gislimarteinn) on May 2, 2019 at 11:46pm PDT View this post on InstagramHATARI x DÖÐLUR A post shared by Sólbjört Sigurðardóttir (@solbjorts) on May 3, 2019 at 12:54am PDT View this post on InstagramWe’re on our way #eurovision #hatari #hatriðmunsigra #telaviv #iceland @einar.stef @matthiasharaldsson A post shared by Birna Ósk Hansdóttir (@birna76) on May 3, 2019 at 12:50am PDTGísli Marteinn burstar tennurnar í rútunni í morgun.Instagram/@birna76 Eurovision Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55 Iceland Music News fylgir Hatara eftir í Ísrael Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. 1. maí 2019 17:19 Hafa þegar skrifað íslensku þjóðinni afsökunarbréf skyldu þau vinna Eurovision Þetta sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, í viðtali við Eurovision-rásina wiwiblogs í Madríd í gær. 21. apríl 2019 10:00 Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Sjá meira
Íslenski Eurovision-hópurinn, með Hatara í fararbroddi, lagði af stað til Tel Aviv í Ísrael snemma í morgun. Hópurinn kom saman fyrir utan Útvarpshúsið klukkan 3:45 og flugu úr landi snemma í morgun en millilent verður í London. Felix Bergsson er fararstjóri hópsins en auk Hataramanna er fjölmennt starfslið á leið til Ísrael, þ. á m. sjónvarpsfólkið Gísli Marteinn Baldursson og Björg Magnúsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá RÚV.Fyrsta æfingin á sunnudaginn Fyrsta æfing Hatara í Tel Aviv er á sunnudaginn og stígur sveitin þrettánda í röðinni á svið á fyrra undankvöldinu þann 14. maí. Felix ræddi för hópsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði þar að ferðin í nú væri um margt öðruvísi en fyrri ár þar sem hópurinn fyndi fyrir miklu meiri áhuga að utan. Felix gerði ekki ráð fyrir því að miklar breytingar yrðu á atriðinu á stóra sviðinu í Tel Aviv. Þá verði rólegra yfir hópnum fyrstu dagana en álagið aukist jafnt og þétt. „Stóru vörðurnar eru þessar æfingar. Við eigum æfingu 5. maí og aftur 9. maí, svo er opnunarhátíðin stóra 12. maí,“ sagði Felix. „Þannig að fyrri vikan er frekar rólegri og möguleiki á því að taka því rólega og leyfa viðtöl og annað slíkt en þegar við erum komin af stað inn í seinni vikuna þá rennur þetta bara fram hjá okkur eins og ég veit ekki hvað.“Snúa aftur „með fangið fullt af ást“ Gustað hefur um hópinn á samfélagsmiðlum í morgun en Gísli Marteinn birt t.d. mynd af hinu fríða föruneyti, íklæddu sérstökum Hataragöllum, fyrir utan Útvarpshúsið á Instagram-reikningi sínum í morgun. „Hatrið hefur yfirgefið landið. Snúum aftur með fangið fullt af ást,“ skrifaði Gísli Marteinn við myndina. View this post on InstagramHatrið hefur yfirgefið landið. Snúum aftur með fangið fullt af ást. #esc2019 #hatriðmunsigra #eurovision2019 A post shared by Gísli Marteinn Baldursson (@gislimarteinn) on May 2, 2019 at 11:46pm PDT View this post on InstagramHATARI x DÖÐLUR A post shared by Sólbjört Sigurðardóttir (@solbjorts) on May 3, 2019 at 12:54am PDT View this post on InstagramWe’re on our way #eurovision #hatari #hatriðmunsigra #telaviv #iceland @einar.stef @matthiasharaldsson A post shared by Birna Ósk Hansdóttir (@birna76) on May 3, 2019 at 12:50am PDTGísli Marteinn burstar tennurnar í rútunni í morgun.Instagram/@birna76
Eurovision Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55 Iceland Music News fylgir Hatara eftir í Ísrael Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. 1. maí 2019 17:19 Hafa þegar skrifað íslensku þjóðinni afsökunarbréf skyldu þau vinna Eurovision Þetta sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, í viðtali við Eurovision-rásina wiwiblogs í Madríd í gær. 21. apríl 2019 10:00 Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Sjá meira
Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55
Iceland Music News fylgir Hatara eftir í Ísrael Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. 1. maí 2019 17:19
Hafa þegar skrifað íslensku þjóðinni afsökunarbréf skyldu þau vinna Eurovision Þetta sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, í viðtali við Eurovision-rásina wiwiblogs í Madríd í gær. 21. apríl 2019 10:00