Innlent

Næsthlýjasti aprílmánuður síðan mælingar hófust

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hitavik sjálfvirkra stöðva í apríl miðað við síðustu tíu ár (2009-2018). Eins og sjá má mældist hiti alls staðar yfir meðaltali síðustu tíu ára.
Hitavik sjálfvirkra stöðva í apríl miðað við síðustu tíu ár (2009-2018). Eins og sjá má mældist hiti alls staðar yfir meðaltali síðustu tíu ára. Veðurstofa Íslands

Nýliðinn aprílmánuður var óvenju hlýr ef litið er til fyrri ára, en hann var sá næsthlýjasti á landsvísu síðan mælingar hófust. Einungis apríl 1974 var hlýrri. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Þá kemur fram að aprílmánuðurinn sem leið hafi verið sá hlýjasti síðan mælingar hófust á alls sex stöðum, eða í Reykjavík, Stykkishólmi, Bolungarvík, Grímsey, á Akureyri og á Hveravöllum.

Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að suðlægar áttir hafi verið ríkjandi í mánuðinum, þurrt og bjart norðanlands en blautara syðra. Þá hafi gróður tekið vel við sér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.