Innlent

Vilja alla vindorku í umhverfismat

Sveinn Arnarsson skrifar
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/vilhelm
Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmenn Flokks fólksins, vilja að öll raforkuframleiðsla með 2 MW uppsett afl eða meira verði skyldug til að undirgangast umhverfismat.

Í núgildandi lögum er ekki skylt að framkvæma umhverfismat þegar reisa á vindtúrbínur sem geta afkastað 2 MW eða meira. „Vindtúrbínur með slíkri aflgetu geta náð töluverðri stærð og því verið áberandi í umhverfinu sem eitt og sér getur valdið ýmiss konar röskunum,“ segir í frumvarpi þingmannanna.

Því er lagt til að slíkar framkvæmdir verði alltaf háðar mati á umhverfisáhrifum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×