Stærri bardagahöll í Reykjanesbæ styttir biðlista í bardagaíþróttum Sighvatur Jónsson skrifar 9. maí 2019 11:30 Ný bardagahöll í Reykjanesbæ hefur stytt biðlista í bardagaíþróttum. Í húsinu eru æfingar í Taekwondo, júdó og hnefaleikum. Nýja aðstaðan skiptir miklu máli segir ungur Taekwondo keppandi sem er á leið á sitt fyrsta heimsmeistaramót í íþróttinni. Bardagafélög í Reykjanesbæ hafa fengið stærra hús til umráða en þau höfðu áður. Í 1.200 fermetra húsnæði eru Taekwondo-deild Keflavíkur, júdódeild Njarðvíkur og Hnefaleikafélag Reykjanesbæjar. „Við erum búin að vera með biðlista hjá krakkahópunum síðustu 2-3 ár, það hafa ekki komist að eins margir og hafa viljað. Þannig að við erum loksins komin í viðeigandi húsnæði. Um leið og við byrjuðum hérna komu 30-40 nýir í fyrstu vikunni,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, yfirþjálfari Taekwondodeildar Keflavíkur. Íbúum hefur fjölgað hratt í Reykjanesbæ. Helgi Rafn segir að samhliða hafi aðsókn aukist í bardagaíþróttir, þær séu mótvægi við vinsælar boltaíþróttir.Ágúst Kristinn Eðvarðsson„Það eru nefnilega ekkert allir sem plumma sig þar. Sumir hafa meiri þörf á því að takast á, einhvers konar aga sem tengist oft við bardagaíþróttirnar. Svo er það einstaklingsíþrótt á móti því að vera í hópíþrótt. Auðvitað viljum við hafa flóruna þannig að það sé eitthvað fyrir alla,“ segir Helgi Rafn. Ágúst Kristinn Eðvarðsson hefur æft Taekwondo frá sex ára aldri. Hann er nýorðinn 18 ára og er að undirbúa sig fyrir sitt fyrsta heimsmeistaramót fullorðinna. „Ég er búinn að fara á tvö áður, eitt heimsmeistaramót unglinga yngri, eitt heimsmeistaramót unglinga eldri og er nú að fara á stóra sviðið. Ég tel að ég eigi sérstaklega góða möguleika af því að þetta eru aðstæðingar sem ég þekki,“ segir Ágúst Kristinn.Ertu búinn að greina núverandi heimsmeistara alveg í spað?„Ég er búinn að fylgjast með honum frá því að ég var gutti og veit nákvæmlega hvað hann er að fara að gera. En ég held að hann viti ekki nákvæmlega hvað ég er að fara að gera.“ Reykjanesbær Taekwondo Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Ný bardagahöll í Reykjanesbæ hefur stytt biðlista í bardagaíþróttum. Í húsinu eru æfingar í Taekwondo, júdó og hnefaleikum. Nýja aðstaðan skiptir miklu máli segir ungur Taekwondo keppandi sem er á leið á sitt fyrsta heimsmeistaramót í íþróttinni. Bardagafélög í Reykjanesbæ hafa fengið stærra hús til umráða en þau höfðu áður. Í 1.200 fermetra húsnæði eru Taekwondo-deild Keflavíkur, júdódeild Njarðvíkur og Hnefaleikafélag Reykjanesbæjar. „Við erum búin að vera með biðlista hjá krakkahópunum síðustu 2-3 ár, það hafa ekki komist að eins margir og hafa viljað. Þannig að við erum loksins komin í viðeigandi húsnæði. Um leið og við byrjuðum hérna komu 30-40 nýir í fyrstu vikunni,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, yfirþjálfari Taekwondodeildar Keflavíkur. Íbúum hefur fjölgað hratt í Reykjanesbæ. Helgi Rafn segir að samhliða hafi aðsókn aukist í bardagaíþróttir, þær séu mótvægi við vinsælar boltaíþróttir.Ágúst Kristinn Eðvarðsson„Það eru nefnilega ekkert allir sem plumma sig þar. Sumir hafa meiri þörf á því að takast á, einhvers konar aga sem tengist oft við bardagaíþróttirnar. Svo er það einstaklingsíþrótt á móti því að vera í hópíþrótt. Auðvitað viljum við hafa flóruna þannig að það sé eitthvað fyrir alla,“ segir Helgi Rafn. Ágúst Kristinn Eðvarðsson hefur æft Taekwondo frá sex ára aldri. Hann er nýorðinn 18 ára og er að undirbúa sig fyrir sitt fyrsta heimsmeistaramót fullorðinna. „Ég er búinn að fara á tvö áður, eitt heimsmeistaramót unglinga yngri, eitt heimsmeistaramót unglinga eldri og er nú að fara á stóra sviðið. Ég tel að ég eigi sérstaklega góða möguleika af því að þetta eru aðstæðingar sem ég þekki,“ segir Ágúst Kristinn.Ertu búinn að greina núverandi heimsmeistara alveg í spað?„Ég er búinn að fylgjast með honum frá því að ég var gutti og veit nákvæmlega hvað hann er að fara að gera. En ég held að hann viti ekki nákvæmlega hvað ég er að fara að gera.“
Reykjanesbær Taekwondo Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira