Forða því að handritin fuðri upp í flugslysi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. maí 2019 11:55 Hús íslenskunnar mun rísa á næstu þremur árum. Ekki var talið öruggt að hafa handritin á efri hæðum Húss íslenskunnar vegna nálægðar við Reykjavíkurflugvöll. Þetta kom fram í máli Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Árnastofnunar, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Guðrún sagði að búið væri að gera miklar rannsóknir á því hvernig væri best að koma handritunum fyrir í Húsi íslenskunnar sem taka á í notkun eftir um þrjú ár. „Það var til dæmis ekki talið öruggt að setja það á efri hæðirnar vegna þess að það er hætt við því að flugvél fljúgi á húsið því við erum svo nálægt flugvelli. Það er stór þáttur í því að hafa handritin niðri en ekki uppi,“ sagði Guðrún en leitað var til öryggisráðgjafa bæði hér heima og erlendis vegna þessa. Tilboði Ístaks sem tekið var hljóðar upp á 4,5 milljarða króna. Áfallinn kostnaður á verkefnið til dagsins í dag er 713 milljónir króna og við bætast svo áætlaðar verðlagsbreytingar út framkvæmdatímann upp á 371 milljón króna. Ýmis annar kostnaður bætist svo við framkvæmdina þannig að kostnaðaráætlunin nú hljóðar upp á alls 6,2 milljarða króna. Guðrún sagði það hafa verið vonbrigði hversu há tilboðin í verkið hefðu verið en mat markaðarins væri þetta. Þá væri um flókið hús að ræða. „Þetta er ekki venjulegt skrifstofuhús þar sem verða bara skrifstofur heldur þarf að byggja utan um handritin mikla geymslu. Það verður svona hús í húsinu og það verða líka miklar öryggiskröfur gerðar til sýningarinnar sjálfrar,“ sagði Guðrún en í húsinu verður sýning á handritunum sem hefur ekki verið hægt að bjóða upp á í langan tíma. Hún sagði að í grundvallaratriðum væri um sama hús að ræða og átti að byggja þegar skóflustungan var tekin árið 2013. Á fyrstu hæðinni, sem kölluð er almenningur, verður lifandi pláss þar sem sýningin á handritunum verður, bókasafn sem gengur upp eftir öllu húsinu, fyrirlestrasalur og veitingastaða. Á efri hæðum verður síðan starfsemi Háskóla Íslands, kennslurými og skrifstofur stofnunarinnar. Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild sinni á vef RÚV.Uppfært klukkan 15:17:Upphæðirnar sem fram komu í fréttinni um tilboð Ístaks og áætlaðan kostnað í fyrstu útgáfu hennar voru ekki réttar. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Fréttir af flugi Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ekki var talið öruggt að hafa handritin á efri hæðum Húss íslenskunnar vegna nálægðar við Reykjavíkurflugvöll. Þetta kom fram í máli Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Árnastofnunar, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Guðrún sagði að búið væri að gera miklar rannsóknir á því hvernig væri best að koma handritunum fyrir í Húsi íslenskunnar sem taka á í notkun eftir um þrjú ár. „Það var til dæmis ekki talið öruggt að setja það á efri hæðirnar vegna þess að það er hætt við því að flugvél fljúgi á húsið því við erum svo nálægt flugvelli. Það er stór þáttur í því að hafa handritin niðri en ekki uppi,“ sagði Guðrún en leitað var til öryggisráðgjafa bæði hér heima og erlendis vegna þessa. Tilboði Ístaks sem tekið var hljóðar upp á 4,5 milljarða króna. Áfallinn kostnaður á verkefnið til dagsins í dag er 713 milljónir króna og við bætast svo áætlaðar verðlagsbreytingar út framkvæmdatímann upp á 371 milljón króna. Ýmis annar kostnaður bætist svo við framkvæmdina þannig að kostnaðaráætlunin nú hljóðar upp á alls 6,2 milljarða króna. Guðrún sagði það hafa verið vonbrigði hversu há tilboðin í verkið hefðu verið en mat markaðarins væri þetta. Þá væri um flókið hús að ræða. „Þetta er ekki venjulegt skrifstofuhús þar sem verða bara skrifstofur heldur þarf að byggja utan um handritin mikla geymslu. Það verður svona hús í húsinu og það verða líka miklar öryggiskröfur gerðar til sýningarinnar sjálfrar,“ sagði Guðrún en í húsinu verður sýning á handritunum sem hefur ekki verið hægt að bjóða upp á í langan tíma. Hún sagði að í grundvallaratriðum væri um sama hús að ræða og átti að byggja þegar skóflustungan var tekin árið 2013. Á fyrstu hæðinni, sem kölluð er almenningur, verður lifandi pláss þar sem sýningin á handritunum verður, bókasafn sem gengur upp eftir öllu húsinu, fyrirlestrasalur og veitingastaða. Á efri hæðum verður síðan starfsemi Háskóla Íslands, kennslurými og skrifstofur stofnunarinnar. Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild sinni á vef RÚV.Uppfært klukkan 15:17:Upphæðirnar sem fram komu í fréttinni um tilboð Ístaks og áætlaðan kostnað í fyrstu útgáfu hennar voru ekki réttar. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Fréttir af flugi Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira