Lífið

Einar Þorsteins og Milla Ósk trúlofuðu sig um helgina

Sylvía Hall skrifar
Einar og Milla starfa bæði sem fréttamenn á RÚV.
Einar og Milla starfa bæði sem fréttamenn á RÚV. Facebook
Fréttaparið Milla Ósk Magnúsdóttir og Einar Þorsteinsson eru trúlofuð. Einar bað Millu í sameiginlegri útskriftar- og afmælisveislu en Milla Ósk útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík á laugardag.

„Kvöldið fór hins vegar ekki eins og ég hafði ímyndað mér og fallegasti maðurinn minn fór á hnén. Eftir ansi mikið sjokk og grátur náði ég að öskra JÁ í mækinn,“ skrifaði Milla Ósk við mynd af bónorðinu á Instagram og sagði kvöldið hafa verið „fullkomið draumakvöld“. 
 
 
View this post on Instagram
A post shared by Milla Ósk Magnúsdóttir (@millamagnusdottir) on Feb 4, 2019 at 10:20am PSTMilla Ósk og Einar hafa verið saman um nokkurt skeið og greindi Vísir frá því um helgina að þau hefðu nú sett íbúðir sínar á sölu. Samkvæmt færslu Einars á Facebook þurfa þau að stækka við sig á næstu misserum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.