Lífið

Innlit í tíu milljarða villu í Bel Air

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórbrotin eign.
Stórbrotin eign.

Á YouTube-rásinni Architectural Digest má reglulega finna myndbönd þar sem þekkt fólk leyfir áhorfendum að kíkja í heimsókn og sjá heimili þeirra.

Stundum er einnig farið inn í hús sem eru komin á sölu en öll eiga þau það sameiginlegt að vera sérstaklega falleg.

Í nýjasta innslaginu má sjá innlit inn í villu sem staðsett er í Bel Air hverfinu í Los Angeles. Um er að ræða stórglæsilegt hús sem metið er á 88 milljónir dollara eða því sem samsvarar 10,5 milljarða íslenskra króna.

Ótrúlegt útsýni er yfir Los Angeles frá eigninni og má einnig finna falda bílalyftu þar sem biðreiðin kemur einfaldlega upp úr jörðinni.

Einnig má finna svokallaðan karlahelli eða Man Cave þar sem meðal annars geyma má 3000 rauðvínsflöskur.

Hér að neðan má sjá umfjöllun um húsið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.