Innlent

Brotist inn á kaffi­hús í mið­bænum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Grunaður innbrotsþjófur var handtekinn og færður í fangageymslu.
Grunaður innbrotsþjófur var handtekinn og færður í fangageymslu. Vísir/vilhelm

Öryggisverðir í miðbænum tilkynntu um innbrot í kaffihús á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þeir umkringdu vettvanginn að sögn lögreglu og sást maður á ferli innan dyra.

Sá var handtekinn þegar lögregla kom á vettvang og reyndist hann í annarlegu ástandi. Hann var vistaður í fangageymslu, en hann hafði stolið peningum úr versluninni og stungið á sig. Þá fundust einnig ætluð fíkniefni á manninum.

Þá var lögregla kölluð að verslun um klukkan hálftvö í nótt í miðbænum þar sem tveir menn voru með ólæti og ruddu vörum úr hillum og ógnuðu starfsfólki.

Þeir voru farnir er lögregla kom á vettvang en lögregla telur sig vita hverjir voru að verki, eftir að hafa skoðað myndbandsupptökur úr versluninni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.