Innlent

Banaslys nærri Húnaveri

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.
Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Vísir
Karlmaður lést í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum í botni Langadals skammt vestan við Húnaver í gærkvöldi. Bifreið mannsins, sem var á suðurleið, lenti utan vegar og valt mörgum sinnum neðst í Botnastaðabrekku, stundum nefnd Bólstaðarhlíðarbrekka.

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, sjúkraflutningamenn á Blönduósi og Lögreglan á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um slysið laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra.

Óskað var eftir aðstoð áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar en TF-LÍF hélt norður á slysavettvang rétt upp úr tíu í gærkvöldi og sótti manninn, sem var alvarlega slasaður, til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. 

Rétt um kl.22.00 í gærkvöldi barst lögreglunni á Norðurlandi vestra tilkynning þess efnis að umferðarslys hefði orðið á þjóðvegi 1 um Langadal.
Þjóðveginum um Langadal var lokað að beiðni lögreglu á meðan björgunaraðgerðir stóðu yfir.

Ökumaðurinn sem lést í slysinu er með erlent ríkisfang. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar slysavettvang í dag og því verður veginum lokað eftir klukkan tíu í dag. Vegfarendum er bent á hjáleiðir um Svínvetningabraut og Skagastrandarveg og Þverárfallsveg til Sauðárkróks.

Þetta er fyrsta banaslysið í umferðinni það sem af er ári. Á síðustu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 og 2018 en fæstir létust árið 2014.


Tengdar fréttir

Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys nærri Húnaveri

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu auk sjúkraflutningamanna á Blönduósi og lögreglu á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um klukkan hálf tíu í kvöld um alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduós.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×