Menning

Bein útsending: Opnunarathöfn Bókmenntahátíðar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Halldór Laxness gaf út fyrstu skáldsögu sína, Barn náttúrunnar, fyrir hundrað árum.
Halldór Laxness gaf út fyrstu skáldsögu sína, Barn náttúrunnar, fyrir hundrað árum. Úr einkasafni
Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík verður sett í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Er þetta í fyrsta sinn sem hún fer fram að vori. Allt frá árinu 1985 hefur hún verið í september, að jafnaði annað hvert ár.

Til landsins koma höfundar frá fjölmörgum löndum en verk margra þeirra hafa verið eða verða gefin út á Íslandi í tilefni af hátíðinni. Í ár litast hátíðin meðal annars af því að hundrað ár eru frá því að fyrsta skáldsaga Halldórs Laxness kom út og verður efnt til alþjóðlegs málþings af því tilefni. Þá verða heiðursverðlaun þýðenda af íslensku á erlend mál veitt í þriðja sinn. Að venju verða upplestrar, umræður og fyrirlestrar og er aðgangur ókeypis á alla viðburði og allir velkomnir.

Hátíðin fer fram í Norræna húsinu og í Iðnó en hún verður sett í ráðhúsinu í dag klukkan 17. Beint streymi er frá hátíðinni sem sjá má hér að neðan. Þá má kynna sér dagskrána hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×