Segir lágvöruverslanir spyrna á móti verðhækkunum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2019 20:00 Verslunin Krónan hefur fengið 70 tilkynningar um verðhækkanir á vörum frá því síðasta haust. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ýmsar ástæður liggja þar að baki bæði gengisbreytingar og launahækkanir. Lágvöruverslanir reyni að spyrna við fótum og mikilvægt sé að fyrirtæki vinni saman að því að halda vöruverði niðri. Þar sem kjarasamningar hafa verið samþykktir mun ÍSAM hækka vörur sínar um 3,9 prósent 1. maí næstkomandi. Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, hækkar einnig vörur sínar um 6,2 prósent. Haldi fyrirtæki þessu til streitu eru líkur á að launahækkanir nýsamþykktra kjarasamninga hafi áhrif á vöruverð. Neytendur hafa rætt sín á milli að sniðganga vörur þeirra. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir fyrirtækið reyna að spyrna við fótum, en verðhækkanir sem þessar komi sér illa vegna lágrar álagningar. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, tekur í sama streng. „Það sem skiptir máli er að allir reyni að halda í sér með verðhækkanir í dag. Ástandið er viðkvæmt. Við ætlum allavega að gera okkar til að leggja okkar að mörkum. Við erum alltaf að leita leiða til að auka skilvirkni í okkar rekstri,“ segir Gréta. Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, sagði í fréttum okkar fyrir helgi að hann vildi frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. Launahækkanirnar feli í sér aukakostnað upp á fimm milljónir á mánuði. Í samtali við fréttastofu sagði forstjóri ÍSAM verðhækkanir þeirra hóflegar og samkeppnisstöðu framleiðsluiðnaðarins erfiða.Nú er þetta kannski svolítið stór birgi og Gæðabakstur líka að hækka. Er hægt að sniðganga svona birgja?„Við teljum okkur í Krónunni með gott vöruúrval. Valið er alltaf viðskiptavinanna. Það eru aðrir kostir sem hægt er að velja, það er alltaf möguleiki. Það er líka þannig að ef vörur frá ákveðnum byrgja seljast ekki þá er ástæðulaust fyrir okkur að vera með þær í úrvali,“ segir hún. Neytendur Tengdar fréttir Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15 Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Verslunin Krónan hefur fengið 70 tilkynningar um verðhækkanir á vörum frá því síðasta haust. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ýmsar ástæður liggja þar að baki bæði gengisbreytingar og launahækkanir. Lágvöruverslanir reyni að spyrna við fótum og mikilvægt sé að fyrirtæki vinni saman að því að halda vöruverði niðri. Þar sem kjarasamningar hafa verið samþykktir mun ÍSAM hækka vörur sínar um 3,9 prósent 1. maí næstkomandi. Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, hækkar einnig vörur sínar um 6,2 prósent. Haldi fyrirtæki þessu til streitu eru líkur á að launahækkanir nýsamþykktra kjarasamninga hafi áhrif á vöruverð. Neytendur hafa rætt sín á milli að sniðganga vörur þeirra. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir fyrirtækið reyna að spyrna við fótum, en verðhækkanir sem þessar komi sér illa vegna lágrar álagningar. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, tekur í sama streng. „Það sem skiptir máli er að allir reyni að halda í sér með verðhækkanir í dag. Ástandið er viðkvæmt. Við ætlum allavega að gera okkar til að leggja okkar að mörkum. Við erum alltaf að leita leiða til að auka skilvirkni í okkar rekstri,“ segir Gréta. Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, sagði í fréttum okkar fyrir helgi að hann vildi frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. Launahækkanirnar feli í sér aukakostnað upp á fimm milljónir á mánuði. Í samtali við fréttastofu sagði forstjóri ÍSAM verðhækkanir þeirra hóflegar og samkeppnisstöðu framleiðsluiðnaðarins erfiða.Nú er þetta kannski svolítið stór birgi og Gæðabakstur líka að hækka. Er hægt að sniðganga svona birgja?„Við teljum okkur í Krónunni með gott vöruúrval. Valið er alltaf viðskiptavinanna. Það eru aðrir kostir sem hægt er að velja, það er alltaf möguleiki. Það er líka þannig að ef vörur frá ákveðnum byrgja seljast ekki þá er ástæðulaust fyrir okkur að vera með þær í úrvali,“ segir hún.
Neytendur Tengdar fréttir Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15 Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15
Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15
Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57