Viðskipti innlent

Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna.
Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Þorbjörn Þórðarson

Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Þau hvetja því neytendur til að beina viðskiptum sínum til „ábyrgra fyrirtækja,“ að því er fram kemur í yfirlýsingu frá stjórninni.

Stjórn Neytendasamtakanna fundaði í dag vegna fyrirhugaðra verðhækkana. Mest hefur farið fyrir yfirlýsingum ÍSAM sem hyggst hækka vöruverð frá 1,9% til 3,9%. Þá hefur Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, boðað 6,2% verðhækkanir á vörum sínum.

Neytendasamtökin tala enga tæpitungu í fyrrnefndri yfirlýsingu sinni. Það sé þeirra mat að neytendur muni ekki sætta sig við „óábyrgar verðhækkanir.“ Forstjóri ÍSAM sagði í samtali við Vísi í dag að hækkanir fyrirtækisins væru hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu, eins og Neytendasamtökin kalla eftir.

Þau segja hækkanir sem þessar til þess fallnar að auka verðbólgu „em aftur vegur að grundvelli kjarasamninganna og eru bein ógn við hagsmuni neytenda, launafólks og fyrirtækja. Ljóst er að langflestir atvinnurekendur hafa svigrúm til að mæta kjarasamningnum með öðrum hætti en að seilast í vasa neytenda,“ segir í yfirlýsingu Neytendasamtakanna.

„Neytendasamtökin hvetja neytendur til að beina viðskiptum sínum til ábyrgra fyrirtækja. Samtökin munu áfram fylgjast vel með verðlagsþróun og halda sínum félagsmönnum og almenningi vel upplýstum.


Tengdar fréttir

Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu

Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
1,95
13
154.180
KVIKA
0,79
3
26.427
SIMINN
0,56
3
33.788
MAREL
0,54
25
675.501
SKEL
0,25
3
5.182

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-2,88
17
153.220
SJOVA
-2,54
8
107.416
TM
-2,48
6
95.263
VIS
-2,35
1
12.050
ICEAIR
-1,32
38
108.834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.