Dalvíkingar og nærsveitungar fá franskt brauð úr 50 tonna ofni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2019 09:00 Mathias og ofnin góði. Vísir/Tryggvi Páll Dalvíkingar og nærsveitungar geta frá og með deginum í dag gætt sér á franskri sveitamenningu. Á Böggvisstöðum í Svarfaðardal hafa ábúendur komið sér upp sérstökum viðarofni til að baka brauð að franskri fyrirmynd. Hún lætur ekki mikið fyrir sér fara brauðgerðin á Böggvisstöðum sem ber nafnið Böggvisbrauð en þar hafa hjónin og tónlistarmennirnir Mathias Spoerry og Ella Vala Ármannsdóttir hafið brauðgerð. Hugmyndin fæddist fyrir um tveimur árum. „Ég byrjaði að baka brauð, súrdeigsbrauð heima hjá mér og sá að fólk fannst þetta gott brauð, þannig að ég hugsaði um að búa til meira og selja það,“ segir Mathias. Fyrimyndin er frönsk, kornið er franskt og franskur sérfræðingur kom til landsins til að smíða ofninn sem vegur 50 tonn og er hitaður upp í um 300 gráður með íslensku birki úr nærliggjandi skógum.„Þetta er rosa mikill massi og hugmyndin er að halda massanum heitum til að halda hitanum rosa lengi. Þegar ég er að baka, deginum eftir þá er ofninn enn þá 160-170 gráður. Það er best til að baka brauð því þá er hitinn að fara niður smátt og smátt og það er langbest fyrir súrdeigsbakstur.“ Gestir og gangandi geta virt fyrir sér brauðbaksturinn og ofninn klukkan þrjú í dag er Böggvisbrauð opnar formlega eftir um árs undirbúningsvinnu. En hvað er það sem dregur Mathias að brauðbakstrinum? „Erfitt að segja, það er bara að vinna með deigið er rosalega skemmtilegt, rosalega góð tilfinning, finnst mér. Svo er það ferlið, að fara frá hráefni, vatn og hveiti, jafnvel korn, því ég er að mylla kornið á staðnum, blanda þetta saman og á endanum fá brauð. “ Dalvíkurbyggð Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Dalvíkingar og nærsveitungar geta frá og með deginum í dag gætt sér á franskri sveitamenningu. Á Böggvisstöðum í Svarfaðardal hafa ábúendur komið sér upp sérstökum viðarofni til að baka brauð að franskri fyrirmynd. Hún lætur ekki mikið fyrir sér fara brauðgerðin á Böggvisstöðum sem ber nafnið Böggvisbrauð en þar hafa hjónin og tónlistarmennirnir Mathias Spoerry og Ella Vala Ármannsdóttir hafið brauðgerð. Hugmyndin fæddist fyrir um tveimur árum. „Ég byrjaði að baka brauð, súrdeigsbrauð heima hjá mér og sá að fólk fannst þetta gott brauð, þannig að ég hugsaði um að búa til meira og selja það,“ segir Mathias. Fyrimyndin er frönsk, kornið er franskt og franskur sérfræðingur kom til landsins til að smíða ofninn sem vegur 50 tonn og er hitaður upp í um 300 gráður með íslensku birki úr nærliggjandi skógum.„Þetta er rosa mikill massi og hugmyndin er að halda massanum heitum til að halda hitanum rosa lengi. Þegar ég er að baka, deginum eftir þá er ofninn enn þá 160-170 gráður. Það er best til að baka brauð því þá er hitinn að fara niður smátt og smátt og það er langbest fyrir súrdeigsbakstur.“ Gestir og gangandi geta virt fyrir sér brauðbaksturinn og ofninn klukkan þrjú í dag er Böggvisbrauð opnar formlega eftir um árs undirbúningsvinnu. En hvað er það sem dregur Mathias að brauðbakstrinum? „Erfitt að segja, það er bara að vinna með deigið er rosalega skemmtilegt, rosalega góð tilfinning, finnst mér. Svo er það ferlið, að fara frá hráefni, vatn og hveiti, jafnvel korn, því ég er að mylla kornið á staðnum, blanda þetta saman og á endanum fá brauð. “
Dalvíkurbyggð Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent