Ólafía Þórunn keyrði sig út og varð að taka sér pásu frá golfinu Stefán Árni Pálsson skrifar 29. apríl 2019 11:30 Ólafía Þórunn var gestur í Atvinnumönnunum okkar á Stöð 2 í gær. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fædd 15. október 1992 í Reykjavík. Hún er yngst fimm systkina og var snemma farin að munda golfkylfur og hefur ekki lagt þær frá sér síðan. Hún gerðist atvinnumaður í golfi árið 2014 og var hún síðan fyrst allra Íslendinga til að keppa á LPGA mótaröðinni sem er stærsta mótaröð í heimi þegar kemur að golfi. Auðunn Blöndal hitti Ólafíu í Atvinnumönnunum okkar á dögunum og var þátturinn sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann hitti hana bæði í Flórída og í Arizona og fékk að fylgjast með henni æfa fyrir komandi mót. Í þættinum kom í ljós að Ólafía eltir einfaldlega góða veðrið til að æfa við bestu aðstæður og hefur golfið sannarlega tekið á hana, bæði andlega og líkamlega. „Ég keyrði mig algjörlega út og var orðin mjög þreytt andlega og líkamlega,“ segir Ólafía í þættinum og gerðist það undir lok síðasta árs. „Þú byrjar að finna tómatilfinningu innan í þér og sama hvað þú gerir, hún fer aldrei nema þú takir þér pásu í ákveðið langan tíma. Það getur alveg tekið nokkur ár að koma sér út úr því til fulls. Ég var að gera allt of mikið í einu og segja já við allt of mörgum verkefnum. Ég skildi ekki af hverju ég væri alltaf svona þreytt. Svo fór ég í blóðprufu og þær voru ekki góðar og læknarnir skildu ekki af hverju.“ „Hún var ekki jafn ánægð undir lok síðasta árs. Hún var aðeins þreyttari og gleðin var minni og brosti ekki jafn mikið,“ segir Thomas Bojanowski, unnusti hennar. „Þetta var bara andleg þreyta. Golf er svo andleg íþrótt og þetta var ekki alveg að gera sig. Þetta var að gerast á versta tíma og ég var undir þvílíkri pressu að reyna halda kortinu mínu. Ég var í úrtökumóti og þú ert orðinn það tómur að innan að þér er bara alveg sama, það er ekki gott. Ég spilaði ekkert golf frá því í nóvember til byrjun janúar. Mér líður alveg vel í dag og mun betur en mér leið í nóvember.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær. Atvinnumennirnir okkar Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fædd 15. október 1992 í Reykjavík. Hún er yngst fimm systkina og var snemma farin að munda golfkylfur og hefur ekki lagt þær frá sér síðan. Hún gerðist atvinnumaður í golfi árið 2014 og var hún síðan fyrst allra Íslendinga til að keppa á LPGA mótaröðinni sem er stærsta mótaröð í heimi þegar kemur að golfi. Auðunn Blöndal hitti Ólafíu í Atvinnumönnunum okkar á dögunum og var þátturinn sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann hitti hana bæði í Flórída og í Arizona og fékk að fylgjast með henni æfa fyrir komandi mót. Í þættinum kom í ljós að Ólafía eltir einfaldlega góða veðrið til að æfa við bestu aðstæður og hefur golfið sannarlega tekið á hana, bæði andlega og líkamlega. „Ég keyrði mig algjörlega út og var orðin mjög þreytt andlega og líkamlega,“ segir Ólafía í þættinum og gerðist það undir lok síðasta árs. „Þú byrjar að finna tómatilfinningu innan í þér og sama hvað þú gerir, hún fer aldrei nema þú takir þér pásu í ákveðið langan tíma. Það getur alveg tekið nokkur ár að koma sér út úr því til fulls. Ég var að gera allt of mikið í einu og segja já við allt of mörgum verkefnum. Ég skildi ekki af hverju ég væri alltaf svona þreytt. Svo fór ég í blóðprufu og þær voru ekki góðar og læknarnir skildu ekki af hverju.“ „Hún var ekki jafn ánægð undir lok síðasta árs. Hún var aðeins þreyttari og gleðin var minni og brosti ekki jafn mikið,“ segir Thomas Bojanowski, unnusti hennar. „Þetta var bara andleg þreyta. Golf er svo andleg íþrótt og þetta var ekki alveg að gera sig. Þetta var að gerast á versta tíma og ég var undir þvílíkri pressu að reyna halda kortinu mínu. Ég var í úrtökumóti og þú ert orðinn það tómur að innan að þér er bara alveg sama, það er ekki gott. Ég spilaði ekkert golf frá því í nóvember til byrjun janúar. Mér líður alveg vel í dag og mun betur en mér leið í nóvember.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær.
Atvinnumennirnir okkar Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira