Innlent

Iðnaðarmenn vilja auka kaupmátt og stytta vinnuvikuna

Birgir Olgeirsson skrifar
Kristján Þórður Snæbjarnarson er hér fyrir miðju með öðrum í samninganefnd iðnaðarmanna fyrir fund með SA í síðustu viku.
Kristján Þórður Snæbjarnarson er hér fyrir miðju með öðrum í samninganefnd iðnaðarmanna fyrir fund með SA í síðustu viku. vísir/vilhelm
Iðnaðarmenn vonast til að auka kaupmátt og stytta vinnuviku sína í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Samningar iðnaðarmanna losnuðu á áramótum en fundað var í morgun þar sem lögð var fram áætlun um fundahöld næstu daga. Fundað verður aftur klukkan 14 á morgun.Kristján Þórður Snæbjarnarson er talsmaður iðnaðarmannafélaganna sem eru sex talsins og með um 16 þúsund félagsmenn. Um er að ræða Rafiðnaðarsamband Íslands, Matvæla- og veitingafélag Íslands, Grafía stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum, Samiðn – samband iðnfélaga, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Félagi hársnyrtisveina.Kristján segist búast við því að Samtök atvinnulífsins muni gera þá kröfu að Lífskjarasamningurinn verði hafður til hliðsjónar og að tímalengd samninganna verði sú sama.Hann segir iðnaðarmenn ekki búna að ákveða aðgerðir ef kröfum þeirra verður ekki mætt. „En hvað gerist, veit maður ekki,“ segir Kristján.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.