Solskjær þarf að sýna að miskunnarleysi býr á bak við barnsandlitið Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. apríl 2019 09:00 Það er ekki alveg jafn gaman hjá Ole Gunnar þessa dagana. vísir/getty Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni en liðið tapaði afar sannfærandi, 3-0, fyrir Barcelona á Nývangi í gærkvöldi og tapaði einvíginu samanlagt, 4-0. Eftir endurkomuna ótrúlegu gegn PSG átti United ekki séns í frábært lið Barcelona. Ole Gunnar Solskjær hefur náð mögnuðum árangri með United-liðið síðan að hann tók við en tekið hefur að halla undan fæti síðustu vikurnar og er liðið mögulega að sýna sitt rétta sjálf. Það vill Phil McNulty, helsti fótboltablaðamaður BBC, allvega meina en hann lætur Manchester United heyra það í umfjöllun sinni um leikinn í Katalóníu í gærkvöldi. „Það sem að gerðist í París var kraftaverk en kraftaverk gerast ekki oft. Fótboltafræðin voru löguð í gær og þau sýndu að þetta United-lið á ekki heima í sama félagsskap og Barcelona,“ skrifar McNulty.„Þetta er afrakstur margra slæmra ára hjá United en nú er það undir Ole Gunnar Solskjær að laga hlutina. Ole er vissulega við stýrið eins og menn syngja en vegurinn fram undan gæti verið grýttur.“ „Launmorðinginn með barnsandlitið þarf nú að sýna að miskunnarleysi býr á bak við brosið því þetta lið er ekki nógu gott til að berjast um titla,“ segir Phil McNulty. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að fjórir af öftustu fimm hjá United í gær voru í liðinu þegar að United tapaði fyrir Basel í desember árið 2011 eða fyrir átta árum síðan. Það tap kom í veg fyrir að United komst í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Nú þurfa Solskjær og stjórnarformaðurinn Ed Woodward að endurbyggja liðið. Woodward þarf að sanna að hann ráði við fótboltahluta félagsins,“ segir Phil McNulty. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30 Segir Dembele mun betri leikmann en Neymar Forseti Barcelona er hrifinn af Dem 17. apríl 2019 07:00 Sjáðu hörmuleg mistök De Gea, magnaða takta Messi og dramatíkina í Tórínó Öll mörkin úr leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni má sjá hér. 16. apríl 2019 21:51 Solskjær: Í íþróttum færðu það sem þú átt skilið Solskjær ræðir stórleik kvöldsins. 16. apríl 2019 06:00 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira
Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni en liðið tapaði afar sannfærandi, 3-0, fyrir Barcelona á Nývangi í gærkvöldi og tapaði einvíginu samanlagt, 4-0. Eftir endurkomuna ótrúlegu gegn PSG átti United ekki séns í frábært lið Barcelona. Ole Gunnar Solskjær hefur náð mögnuðum árangri með United-liðið síðan að hann tók við en tekið hefur að halla undan fæti síðustu vikurnar og er liðið mögulega að sýna sitt rétta sjálf. Það vill Phil McNulty, helsti fótboltablaðamaður BBC, allvega meina en hann lætur Manchester United heyra það í umfjöllun sinni um leikinn í Katalóníu í gærkvöldi. „Það sem að gerðist í París var kraftaverk en kraftaverk gerast ekki oft. Fótboltafræðin voru löguð í gær og þau sýndu að þetta United-lið á ekki heima í sama félagsskap og Barcelona,“ skrifar McNulty.„Þetta er afrakstur margra slæmra ára hjá United en nú er það undir Ole Gunnar Solskjær að laga hlutina. Ole er vissulega við stýrið eins og menn syngja en vegurinn fram undan gæti verið grýttur.“ „Launmorðinginn með barnsandlitið þarf nú að sýna að miskunnarleysi býr á bak við brosið því þetta lið er ekki nógu gott til að berjast um titla,“ segir Phil McNulty. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að fjórir af öftustu fimm hjá United í gær voru í liðinu þegar að United tapaði fyrir Basel í desember árið 2011 eða fyrir átta árum síðan. Það tap kom í veg fyrir að United komst í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Nú þurfa Solskjær og stjórnarformaðurinn Ed Woodward að endurbyggja liðið. Woodward þarf að sanna að hann ráði við fótboltahluta félagsins,“ segir Phil McNulty.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30 Segir Dembele mun betri leikmann en Neymar Forseti Barcelona er hrifinn af Dem 17. apríl 2019 07:00 Sjáðu hörmuleg mistök De Gea, magnaða takta Messi og dramatíkina í Tórínó Öll mörkin úr leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni má sjá hér. 16. apríl 2019 21:51 Solskjær: Í íþróttum færðu það sem þú átt skilið Solskjær ræðir stórleik kvöldsins. 16. apríl 2019 06:00 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira
Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30
Sjáðu hörmuleg mistök De Gea, magnaða takta Messi og dramatíkina í Tórínó Öll mörkin úr leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni má sjá hér. 16. apríl 2019 21:51
Solskjær: Í íþróttum færðu það sem þú átt skilið Solskjær ræðir stórleik kvöldsins. 16. apríl 2019 06:00