Enski boltinn

Garnacho skaut Chelsea á­fram í undan­úr­slit

Aron Guðmundsson skrifar
Alejandro Garnacho kom inn af varamannabekknum í kvöld og skoraði tvö mörk fyrir Chelsea
Alejandro Garnacho kom inn af varamannabekknum í kvöld og skoraði tvö mörk fyrir Chelsea Vísir/Getty

Chelsea er komið áfram í undanúrslit enska deildarbikarsins í fótbolta eftir tveggja marka sigur, 3-1, á Cardiff City í kvöld. 

Chelsea leikur, eins og flestir vita, í ensku úrvalsdeildinni en Cardiff City, sem eitt sinn var meðal liða þar, er nú í ensku C-deildinni. 

Enzo Maresca, skipti út öllu byrjunarliði Chelsea frá því í sigrinum gegn Everton í deildinni um síðastliðna helgi í leik kvöldsins og það voru hans menn sem skoruðu fyrsta markið.

Alejandro Garnacho, sem kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik skoraði það mark á 57.mínútu eftir stoðsendingu frá Facundo Buonanotte. 

Heimamenn í Cardiff City náðu hins vegar að jafna metin á 75.mínútu þegar að David Turnbull kom boltanum í netið. 

En aðeins rúmum sjö mínútum síðar kom Pedro Neto, sem hefur verið iðinn við kolann á tímabilinu, Chelsea aftur yfir, 2-1. 

Garnacho innsiglaði síðan 3-1 sigur liðsins með sínu öðru marki í leiknum í uppbótartíma venjulegs leiktíma. 

Átta liða úrslit enska deildarbikarsins halda áfram á morgun þegar að Newcastle United tekur á móti Fulham annars vegar og hins vegar þegar Manchester City tekur á móti Brentford. 

Átta liða úrslitunum lýkur svo á Þorláksmessu þegar Arsenal tekur á móti Crystal Palace á Emirates leikvanginum í Lundúnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×