Maður titrandi af reiði veittist að Guðmundi Andra í Hagkaupum Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2019 10:35 Guðmundur Andri: Þá kom ný gusa um það hvílíkur lygari ég væri og viðbjóður, ég vildi flytja inn í landið barnaníðinga frá Svíþjóð, hvort ég vissi ekki hvernig ástandið væri í Svíþjóð. Hann titraði af reiði. Þingmaðurinn Guðmundur Andri Thorsson varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu þegar hann fór í Hagkaupsbúðina í vikunni. Hann var að kaupa ýmsar nauðsynjar fyrir heimilið þegar hann heyrði mann segja: „Samfylkingardrulla“. Guðmundur Andri greinir frá þessu atviki á Facebooksíðu sinni nú í morgun og ljóst að bæði honum, sem og vinum hans á Facebook, er brugðið. Svo virðist sem mörk milli netbræðinnar sem flestir þekkja og birtast á hverjum degi á samfélagsmiðlum og svo raunheima séu að mást út. Sem er athyglisvert og jafnvel ógnvekjandi, segir Guðmundur Andri í samtali við Vísi.Sagður lygari og viðbjóður Guðmundur Andri lýsir manninum: „Hann leit út eins og hver annar „sorrí-með-mig“-Garðbæingur (sbr. Baggalútslagið); í fallegum ullarjakka og með vandaðan gráan trefil vafinn um hálsinn, í hvítum jogging-buxum og með hannaða hárklippingu, með hárbrúski og rakstri. Verðbréfagutti í kasúal klæðnaði.“Mörkin milli framgöngu í raunheimum og svo hegðunar sem margir láta eftir sér á samfélagsmiðlum virðast vera að mást út. Ef marka má reynslu þingmannsins.Guðmundi brá að vonum þegar hann heyrði þessi ókvæðisorð, Samfylkingardrulla. En, gerði ekkert með það, ekki þá en svo heyrðust formælingar endurteknar og Guðmundur Andri spurði hvort maðurinn væri að tala við sig? „Þá kom ný gusa um það hvílíkur lygari ég væri og viðbjóður, ég vildi flytja inn í landið barnaníðinga frá Svíþjóð, hvort ég vissi ekki hvernig ástandið væri í Svíþjóð. Hann titraði af reiði. Hann var svo hræddur við alla múslimana sem hingað væru á leiðinni frá Svíþjóð og reiður mér fyrir að standa fyrir þessum innflutningi.“Ábyrgðarhluti að næra slíka reiði Guðmundur Andri lýsir því svo að hann hafi ekki lagt í að spyrja hvað manninum fyndist um 3. orkupakkann en sagði honum að hætta að áreita sig, annars myndi hann kalla á öryggisvörð. Og fór. „Það var einhver óhugur í mér,“ segir þingmaðurinn. „Aldrei áður hafði ég staðið augliti til auglitis við netbræðina eins og hún lítur út í raunveruleikanum. Svona leit hann þá út, reiði maðurinn í athugasemdakerfunum. Kannski var þetta veikur maður en það sem vall upp úr honum var sami reiðilesturinn og við getum daglega séð á netmiðlum og heyrt skötuhjúin á útvarpi Sögu draga upp úr viðmælendum sínum til að eitra hugi vesalings gamla fólksins sem hefur ekki lengur Sagnaslóð í útvarpinu að hlusta á.“Hagkaup í Garðabæ virðist friðsamur staður hvar fólk kemur til að kaupa nauðsynjar og kattamat.fbl/eyþórGuðmundur Andri segir það ábyrgðarhluta að næra reiði af þessu tagi,„eins og maður sér stundum stjórnmálamenn gera á kaldrifjaðan hátt til að valdefla sig. Það er hættulegt. Þetta er vissulega sálsýkisþrugl en sett saman úr einföldum staðhæfingum sem beinast að djúprættum kenndum í okkur, ótta og reiði og vanþekkingu í jöfnum hlutföllum og löngun til að finna reiðikróka til að hengja vanlíðan okkar á.“Nettröllið er mætt í raunheima Guðmundur Andri segir það vissulega svo að honum hafi brugðið við að sjá nettröll sem þetta kominn í raunveruleikann. Af holdi og blóði. „Það hefur andlit og svoleiðis. Það er það sem er svo skrítið í þessari upplifum.“ Þingmaðurinn kannast ekkert við manninn en telur að þarna sé persónuhelgi, sem við öll höfum, eða ættum að hafa, ekki verið virt. „Að þarna væri ég prívatmaður að kaupa kattamat en ekki í opinberum erindagjörðum.“ Sú þróun, að mörk milli þess að menn tjái sig af mismiklum ákafa í netskrifum og svo framgöngu í netheimum, er uggvænleg. Og Guðmundur Andri segist alveg finna fyrir þeirri þróun. Hann segir að til dæmis megi líta til málflutnings Davíðs Oddssonar sem aftur og aftur, ítrekað, heldur fram sömu rangfærslunum, þá veitir hann þessu visst lögmæti.Nettröllið er sem sloppið út. Það telur sig ekki lengur þurfa lyklaborð og skjá milli sín og þess sem það vill úthúða. Miðað við reynslu Guðmundar Andra.„Þessu hatri. Það bara má orðið að tjá hatur. Oft með orðunum, má nú ekki ert segja lengur. Þetta er þróun sem … alltaf verið að færa mörkin meira og meira í átt að blindu hatri, trúarhópahatur, hópahatur. Sem við höfum kennt við rasisma og þykir ekki boðleg skoðun í siðuðu samfélagi. Allt í einu er það boðlegt.“Segist vera öfgahófsamur Guðmundur Andri er rithöfundur en kom inn á þing eftir síðustu kosningar. Hann segist ekki geta sagt að hann skynji stökkbreytingu á viðhorfum fólks gagnvart sér eftir að hann settist á þing. „Ekki persónulega. Ég er stundum eitthvað að væla en það hefur ekkert upp á sig. Íslendingar geta verið hrikalegir í kjaftinum. Þeir láta vaða og segja allskonar hluti um fólk sem talið er vera í valdastöðu. Þannig er þetta bara og fátt við því að segja, og maður á ekki að taka það of persónulega, tilheyrir starfinu. En þetta var eitthvað annað og verra.“ En, Guðmundur Andri segir það skyldu okkar að berjast gegn röngum staðhæfingum sem snúa að heilu hópunum. „Þær gera samfélagið okkar miklu verra og andrúmsloftið. Það er ekki síst hlutverk stjórnmálamanna og talsmanna hugmynda að tala gegn því; tala fyrir mannúð, umburðarlyndi og hófsemd. Þetta eru orðin að skammaryrðum, en eiga ekki að vera það. Ég er öfgahófsamur.“ Alþingi Garðabær Samfélagsmiðlar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Þingmaðurinn Guðmundur Andri Thorsson varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu þegar hann fór í Hagkaupsbúðina í vikunni. Hann var að kaupa ýmsar nauðsynjar fyrir heimilið þegar hann heyrði mann segja: „Samfylkingardrulla“. Guðmundur Andri greinir frá þessu atviki á Facebooksíðu sinni nú í morgun og ljóst að bæði honum, sem og vinum hans á Facebook, er brugðið. Svo virðist sem mörk milli netbræðinnar sem flestir þekkja og birtast á hverjum degi á samfélagsmiðlum og svo raunheima séu að mást út. Sem er athyglisvert og jafnvel ógnvekjandi, segir Guðmundur Andri í samtali við Vísi.Sagður lygari og viðbjóður Guðmundur Andri lýsir manninum: „Hann leit út eins og hver annar „sorrí-með-mig“-Garðbæingur (sbr. Baggalútslagið); í fallegum ullarjakka og með vandaðan gráan trefil vafinn um hálsinn, í hvítum jogging-buxum og með hannaða hárklippingu, með hárbrúski og rakstri. Verðbréfagutti í kasúal klæðnaði.“Mörkin milli framgöngu í raunheimum og svo hegðunar sem margir láta eftir sér á samfélagsmiðlum virðast vera að mást út. Ef marka má reynslu þingmannsins.Guðmundi brá að vonum þegar hann heyrði þessi ókvæðisorð, Samfylkingardrulla. En, gerði ekkert með það, ekki þá en svo heyrðust formælingar endurteknar og Guðmundur Andri spurði hvort maðurinn væri að tala við sig? „Þá kom ný gusa um það hvílíkur lygari ég væri og viðbjóður, ég vildi flytja inn í landið barnaníðinga frá Svíþjóð, hvort ég vissi ekki hvernig ástandið væri í Svíþjóð. Hann titraði af reiði. Hann var svo hræddur við alla múslimana sem hingað væru á leiðinni frá Svíþjóð og reiður mér fyrir að standa fyrir þessum innflutningi.“Ábyrgðarhluti að næra slíka reiði Guðmundur Andri lýsir því svo að hann hafi ekki lagt í að spyrja hvað manninum fyndist um 3. orkupakkann en sagði honum að hætta að áreita sig, annars myndi hann kalla á öryggisvörð. Og fór. „Það var einhver óhugur í mér,“ segir þingmaðurinn. „Aldrei áður hafði ég staðið augliti til auglitis við netbræðina eins og hún lítur út í raunveruleikanum. Svona leit hann þá út, reiði maðurinn í athugasemdakerfunum. Kannski var þetta veikur maður en það sem vall upp úr honum var sami reiðilesturinn og við getum daglega séð á netmiðlum og heyrt skötuhjúin á útvarpi Sögu draga upp úr viðmælendum sínum til að eitra hugi vesalings gamla fólksins sem hefur ekki lengur Sagnaslóð í útvarpinu að hlusta á.“Hagkaup í Garðabæ virðist friðsamur staður hvar fólk kemur til að kaupa nauðsynjar og kattamat.fbl/eyþórGuðmundur Andri segir það ábyrgðarhluta að næra reiði af þessu tagi,„eins og maður sér stundum stjórnmálamenn gera á kaldrifjaðan hátt til að valdefla sig. Það er hættulegt. Þetta er vissulega sálsýkisþrugl en sett saman úr einföldum staðhæfingum sem beinast að djúprættum kenndum í okkur, ótta og reiði og vanþekkingu í jöfnum hlutföllum og löngun til að finna reiðikróka til að hengja vanlíðan okkar á.“Nettröllið er mætt í raunheima Guðmundur Andri segir það vissulega svo að honum hafi brugðið við að sjá nettröll sem þetta kominn í raunveruleikann. Af holdi og blóði. „Það hefur andlit og svoleiðis. Það er það sem er svo skrítið í þessari upplifum.“ Þingmaðurinn kannast ekkert við manninn en telur að þarna sé persónuhelgi, sem við öll höfum, eða ættum að hafa, ekki verið virt. „Að þarna væri ég prívatmaður að kaupa kattamat en ekki í opinberum erindagjörðum.“ Sú þróun, að mörk milli þess að menn tjái sig af mismiklum ákafa í netskrifum og svo framgöngu í netheimum, er uggvænleg. Og Guðmundur Andri segist alveg finna fyrir þeirri þróun. Hann segir að til dæmis megi líta til málflutnings Davíðs Oddssonar sem aftur og aftur, ítrekað, heldur fram sömu rangfærslunum, þá veitir hann þessu visst lögmæti.Nettröllið er sem sloppið út. Það telur sig ekki lengur þurfa lyklaborð og skjá milli sín og þess sem það vill úthúða. Miðað við reynslu Guðmundar Andra.„Þessu hatri. Það bara má orðið að tjá hatur. Oft með orðunum, má nú ekki ert segja lengur. Þetta er þróun sem … alltaf verið að færa mörkin meira og meira í átt að blindu hatri, trúarhópahatur, hópahatur. Sem við höfum kennt við rasisma og þykir ekki boðleg skoðun í siðuðu samfélagi. Allt í einu er það boðlegt.“Segist vera öfgahófsamur Guðmundur Andri er rithöfundur en kom inn á þing eftir síðustu kosningar. Hann segist ekki geta sagt að hann skynji stökkbreytingu á viðhorfum fólks gagnvart sér eftir að hann settist á þing. „Ekki persónulega. Ég er stundum eitthvað að væla en það hefur ekkert upp á sig. Íslendingar geta verið hrikalegir í kjaftinum. Þeir láta vaða og segja allskonar hluti um fólk sem talið er vera í valdastöðu. Þannig er þetta bara og fátt við því að segja, og maður á ekki að taka það of persónulega, tilheyrir starfinu. En þetta var eitthvað annað og verra.“ En, Guðmundur Andri segir það skyldu okkar að berjast gegn röngum staðhæfingum sem snúa að heilu hópunum. „Þær gera samfélagið okkar miklu verra og andrúmsloftið. Það er ekki síst hlutverk stjórnmálamanna og talsmanna hugmynda að tala gegn því; tala fyrir mannúð, umburðarlyndi og hófsemd. Þetta eru orðin að skammaryrðum, en eiga ekki að vera það. Ég er öfgahófsamur.“
Alþingi Garðabær Samfélagsmiðlar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira