Reyna að landa samningum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. apríl 2019 10:27 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun. Vísir/Egill Fundur verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins hófst klukkan 9:30 í húsakynnum sáttasemjara í morgun. Formaður VR segir það koma í ljós í dag hvort náist að semja. Formaður VLFA segir stöðuna tvísýna. Fundur deiluaðila í gær stóð yfir í rúmar tólf klukkustundir en hann hófst klukkan 10 og lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi.Vísbending fólgin í yfirstandandi viðræðum Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagðist ekki mega tjá sig um það hvort árangur hefði náðst í viðræðum um helgina. „Við ætlum að sjá hvort við náum að landa þessu í dag, svo kemur það bara í ljós.“Eru einhverjar líkur á því?„Ég vil bara ekki meta það að svo stöddu, því miður.“Eruði að nálgast samkomulag?„Við erum enn þá að tala saman, það hlýtur að gefa einhverja smá vísbendingu. Það fer nú að styttast í að það liggi fyrir, einhver niðurstaða.“ Ragnar sagði launaliðinn jafnframt hafa verið til umræðu hjá deiluaðilum. Liðurinn væri á meðal þeirra „stóru mála sem raunverulega skila okkur einhverri niðurstöðu“. Ómögulegt sé þó að segja til um það hvenær fundi ljúki í dag.Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA í Karphúsinu í dag.Vísir/EgillGera atlögu að samningum í dag Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA sagði í samtali við fréttastofu fyrir fundinn í morgun að staða viðræðanna væri tvísýn. „Ég ætla bara rétt að vona að okkur berist gæfa til að klára þetta,“ sagði Vilhjálmur. Inntur eftir því hvort líklegt væri að samningar næðust í dag sagði Vilhjálmur að deiluaðilar hygðust reyna að gera atlögu að því. Ýmislegt standi út af en ábyrgðin væri þeirra að klára málið. Þá gat Vilhjálmur ekki tjáð sig um hvort það væri launaliðurinn sem stæði út af í viðræðunum. „Ég get ekki tjáð mig um það. Ríkissáttasemjari setur okkur skýr skilyrði hvað það varðar.“ Verkfall strætóbílstjóra Almenningsvagna Kynnisferða, sem eru félagsmenn Eflingar, hófst klukkan 7 í morgun og stóð til 9. Gert er ráð fyrir að verkfallið standi yfir út apríl, á hverjum degi frá 7-9 á morgnana og 16 til 18 síðdegis, en um er að ræða tíu leiðir Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Samningafundi slitið og verkfall hefst á morgun Samningafundi verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara lauk nú á ellefta tímanum. 31. mars 2019 22:38 Verkfallið hefur áhrif á tíu strætóleiðir strax í fyrramálið Boðað verkfall bílstjóra Kynnisferða, sem eru félagsmenn í Eflingu, mun hafa mikil áhrif á leiðir Strætó sem umræddir bílstjórar aka. 31. mars 2019 22:33 Segir flesta meðvitaða um verkfallsaðgerðirnar Fjölmargar ferðir Strætó féllu niður í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar. 1. apríl 2019 10:13 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Fundur verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins hófst klukkan 9:30 í húsakynnum sáttasemjara í morgun. Formaður VR segir það koma í ljós í dag hvort náist að semja. Formaður VLFA segir stöðuna tvísýna. Fundur deiluaðila í gær stóð yfir í rúmar tólf klukkustundir en hann hófst klukkan 10 og lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi.Vísbending fólgin í yfirstandandi viðræðum Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagðist ekki mega tjá sig um það hvort árangur hefði náðst í viðræðum um helgina. „Við ætlum að sjá hvort við náum að landa þessu í dag, svo kemur það bara í ljós.“Eru einhverjar líkur á því?„Ég vil bara ekki meta það að svo stöddu, því miður.“Eruði að nálgast samkomulag?„Við erum enn þá að tala saman, það hlýtur að gefa einhverja smá vísbendingu. Það fer nú að styttast í að það liggi fyrir, einhver niðurstaða.“ Ragnar sagði launaliðinn jafnframt hafa verið til umræðu hjá deiluaðilum. Liðurinn væri á meðal þeirra „stóru mála sem raunverulega skila okkur einhverri niðurstöðu“. Ómögulegt sé þó að segja til um það hvenær fundi ljúki í dag.Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA í Karphúsinu í dag.Vísir/EgillGera atlögu að samningum í dag Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA sagði í samtali við fréttastofu fyrir fundinn í morgun að staða viðræðanna væri tvísýn. „Ég ætla bara rétt að vona að okkur berist gæfa til að klára þetta,“ sagði Vilhjálmur. Inntur eftir því hvort líklegt væri að samningar næðust í dag sagði Vilhjálmur að deiluaðilar hygðust reyna að gera atlögu að því. Ýmislegt standi út af en ábyrgðin væri þeirra að klára málið. Þá gat Vilhjálmur ekki tjáð sig um hvort það væri launaliðurinn sem stæði út af í viðræðunum. „Ég get ekki tjáð mig um það. Ríkissáttasemjari setur okkur skýr skilyrði hvað það varðar.“ Verkfall strætóbílstjóra Almenningsvagna Kynnisferða, sem eru félagsmenn Eflingar, hófst klukkan 7 í morgun og stóð til 9. Gert er ráð fyrir að verkfallið standi yfir út apríl, á hverjum degi frá 7-9 á morgnana og 16 til 18 síðdegis, en um er að ræða tíu leiðir Strætó á höfuðborgarsvæðinu.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Samningafundi slitið og verkfall hefst á morgun Samningafundi verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara lauk nú á ellefta tímanum. 31. mars 2019 22:38 Verkfallið hefur áhrif á tíu strætóleiðir strax í fyrramálið Boðað verkfall bílstjóra Kynnisferða, sem eru félagsmenn í Eflingu, mun hafa mikil áhrif á leiðir Strætó sem umræddir bílstjórar aka. 31. mars 2019 22:33 Segir flesta meðvitaða um verkfallsaðgerðirnar Fjölmargar ferðir Strætó féllu niður í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar. 1. apríl 2019 10:13 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Samningafundi slitið og verkfall hefst á morgun Samningafundi verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara lauk nú á ellefta tímanum. 31. mars 2019 22:38
Verkfallið hefur áhrif á tíu strætóleiðir strax í fyrramálið Boðað verkfall bílstjóra Kynnisferða, sem eru félagsmenn í Eflingu, mun hafa mikil áhrif á leiðir Strætó sem umræddir bílstjórar aka. 31. mars 2019 22:33
Segir flesta meðvitaða um verkfallsaðgerðirnar Fjölmargar ferðir Strætó féllu niður í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar. 1. apríl 2019 10:13