Innlent

Hafa náð sambandi við göngumanninn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn sagðist ekki þurfa á aðstoð að halda þegar björgunarsveitir náðu sambandi við hann.
Maðurinn sagðist ekki þurfa á aðstoð að halda þegar björgunarsveitir náðu sambandi við hann. Vísir/vilhelm
Björgunarsveitir í Eyjafirði eru komnar í símasamband við göngumann sem leitað hefur verið að á hálendinu síðan í morgun. Þá er búið að staðsetja manninn og eru nokkrir björgunarmenn á leið til hans.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg sagðist maðurinn ekki þurfa á aðstoð að halda. Þegar náðist samband við hann var flestum björgunarsveitarmönnum snúið við en nokkrir úr leitarhópnum hafa þó verið sendir til móts við manninn til að kanna líðan hans.

Aðstandandi mannsins hafði samband við viðbragðsaðila í nótt og sagði manninn í vandræðum. Þá kom síðar fram í tilkynningu frá Landsbjörg að maðurinn hefði verið búinn að missa frá sér sleðann með farangri sínum. Sagði hann þá aðstandendum sínum að hann væri kaldur, uppgefinn og hræddur. 


Tengdar fréttir

Kaldur og hræddur búinn að missa frá sér sleðann

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Eyjafirði eru á leið upp á hálendi til leitar að göngumanni. Unnið er að því að staðsetja svæðið sem maðurinn er á til að auðvelda leitaraðgerðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×