Lífið

Þetta gerist ef allar kjarnorkusprengjur heims springa á sama tíma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það þarf ekki að koma neinum á óvart að afleiðingarnar yrðu skelfilegar.
Það þarf ekki að koma neinum á óvart að afleiðingarnar yrðu skelfilegar.
Í dag eru um það bil fimmtán þúsund kjarnorkusprengjur til í heiminum. Á YouTube síðunni Kurzgesagt – In a Nutshell er þeirri spurningu velt upp hvað myndi gerast ef allar þær myndu springa samtímis.

Erfitt var að svara þeirri spurningu og fengu því umsjónamenn síðunnar vísindamenn til að reikna út afleiðingarnar.

Bandaríkjamenn og Rússar eiga um sjö þúsund kjarnorkusprengjur. Frakkar, Kínverjar, Bretar, Pakistanar, Indverjar, Ísraelsmenn og Norður-Kóreumenn eiga samanlagt eitt þúsund slíkar sprengjur.

Í dæminu sem tekið er fyrir í myndbandinu er reiknað með að öllum fimmtán þúsund sprengjunum væri komið fyrir í einum haug.

Eðlilega yrðu afleiðingarnar skelfilegar en hér að neðan má sjá hvað myndi í raun gerast. Einnig er farið yfir það hvað myndi gerast ef mannkynið myndi nota allt úraníum heimsins til að smíða sprengjur sem myndu allar springa á sama tímanum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×