Handtóku þrjá og fundu stolinn bíl á vettvangi annars máls Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2019 06:54 Ökumaðurinn sem lögregla hafði í upphafi afskipti af var laus að sýnatöku lokinni. Vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá og lagði hald á stolna bifreið í nótt en lögreglumenn fundu bílinn fyrir tilviljun við vinnslu annars máls, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Tildrög málsins eru þau að á fjórða tímanum í nótt hafði lögregla afskipti af ökumanni í austurborginni. Sá reyndist vera undir áhrifum fíkniefna og var því handtekinn og færður til sýnatöku á lögreglustöð. Á meðan lögreglumenn unnu að málinu veittu þeir annarri bifreið athygli sem hafði verið lagt skammt frá þeim en við nánari eftirgrennslan reyndist bifreiðin hafa verið auglýst stolin. Lögregla tók bílinn í sína vörslu og handtók þremenninga sem grunaðir eru um aðild að stuldinum. Þeir voru vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins en ökumaðurinn sem lögregla hafði í upphafi afskipti af var laus að sýnatöku lokinni. Hreiðruðu um sig í þvottahúsi í miðbænum Laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi hafði lögregla svo afskipti af ölvuðum manni sem var til trafala í Breiðholti. Maðurinn lét sér segjast eftir afskipti lögreglu og hélt heim á leið. Þá stöðvaði lögregla för tveggja ökumanna í austurborginni en þeir voru grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Próf gaf svörun um neyslu beggja á fíkniefnum og var því tekið af þeim blóðsýni í þágu rannsóknar málanna. Þar að auki fundust fíkniefni og reiðufé við leit í bifreiðum þeirra. Lögregla rannsakar mál beggja ökumanna. Þá var vörum stolið úr búð í Breiðholti í gærkvöldi en lögreglumenn voru kallaðir á staðinn um tíuleytið. Sakborningur var laus að skýrslutöku lokinni og vörunum var skilað. Þá fór lögregla að heimili í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf ellefu. Þar höfðu fjórmenningar hreiðrað um sig í þvottahúsi í sameign hússins. Lögregla vísaði fólkinu á dyr og benti þeim á úrræði Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá og lagði hald á stolna bifreið í nótt en lögreglumenn fundu bílinn fyrir tilviljun við vinnslu annars máls, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Tildrög málsins eru þau að á fjórða tímanum í nótt hafði lögregla afskipti af ökumanni í austurborginni. Sá reyndist vera undir áhrifum fíkniefna og var því handtekinn og færður til sýnatöku á lögreglustöð. Á meðan lögreglumenn unnu að málinu veittu þeir annarri bifreið athygli sem hafði verið lagt skammt frá þeim en við nánari eftirgrennslan reyndist bifreiðin hafa verið auglýst stolin. Lögregla tók bílinn í sína vörslu og handtók þremenninga sem grunaðir eru um aðild að stuldinum. Þeir voru vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins en ökumaðurinn sem lögregla hafði í upphafi afskipti af var laus að sýnatöku lokinni. Hreiðruðu um sig í þvottahúsi í miðbænum Laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi hafði lögregla svo afskipti af ölvuðum manni sem var til trafala í Breiðholti. Maðurinn lét sér segjast eftir afskipti lögreglu og hélt heim á leið. Þá stöðvaði lögregla för tveggja ökumanna í austurborginni en þeir voru grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Próf gaf svörun um neyslu beggja á fíkniefnum og var því tekið af þeim blóðsýni í þágu rannsóknar málanna. Þar að auki fundust fíkniefni og reiðufé við leit í bifreiðum þeirra. Lögregla rannsakar mál beggja ökumanna. Þá var vörum stolið úr búð í Breiðholti í gærkvöldi en lögreglumenn voru kallaðir á staðinn um tíuleytið. Sakborningur var laus að skýrslutöku lokinni og vörunum var skilað. Þá fór lögregla að heimili í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf ellefu. Þar höfðu fjórmenningar hreiðrað um sig í þvottahúsi í sameign hússins. Lögregla vísaði fólkinu á dyr og benti þeim á úrræði Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira