Marinn og blár eftir að hafa verið dreginn út úr ráðuneytinu Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2019 14:12 Eins og sjá má stórsér á Bjarna Daníel eftir að lögreglan dró hann út úr ráðuneytinu og henti honum og félögum hans út. visir/sigurjón Nokkrir mótmælendur á vegum No Borders voru bornir út úr dómsmálaráðuneytinu í dag. Þau höfðu komið sér fyrir í anddyri ráðuneytisins og fengið sér sæti á gólfinu. Um er að ræða þriðja kyrrsetuverkfallið á þremur dögum. Eins og sjá má á myndinni þá stórsér á einum mótmælenda. Hann heitir Bjarni Daníel. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af atburðum en tökumaður fréttastofu voru á vettvangi.„Já, ég var dreginn fremur ruddalega út af lögreglunni. Ég held að það sé allt í lagi með mig en mér líður ekkert sérstaklega vel,“ sagði Bjarni Daníel í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita hvað hann muni gera, hvort hann muni kæra lögregluna fyrir hörku; fyrsta skrefið sé að fara á heilsugæslustöðina og fá áverkavottorð. „Nei, þetta lítur ekkert sérstaklega vel út en ég held nú að það sé í lagi með mig. Lögregla, var líkt og á þriðjudaginn, kölluð til að fjarlægja mótmælendurna sem vilja minna stjórnvöld á að ekki sé hægt að hundsa fólk í neyð sem biðji um áheyrn. Samtökin hafa þegar fengið fund með forsætisráðuneytinu sem vísaði þeim á dómsmálaráðuneytið.Mótmælendur í ráðuneytinu, áður en lögreglan kom og henti þeim út. Bjarni Daníel segir þá hafa sýnt talsvert meiri hörku nú en í gær, svo virðist sem þeir séu orðnir leiðir á mótmælendunum.visir/jói kBjarni segir að þetta hafi ekki verið neitt sérstaklega þægilegt. Og hann segir að það sé talsvert meiri harka í lögregluliðinu gagnvart sér og mótmælendum en í gær og í fyrradag. „Já, það er eins og það sé extra harka í þeim núna. Eins og þeir séu orðnir svolítið þreyttir á okkur.“ Bjarni Daníel telur að lögreglan hafi verið óþarflega harðhent. Sér í lagi þegar litið er til þess að hann barðist ekkert á móti eftir að lögreglan náði á honum taki. „En, þetta er ekkert alvarlegt. Það er ekkert aðalatriði að ég sé beittir ofbeldi í þetta eina skipti. Smávægilegt í samanburði við það ofbeldi sem flóttafólk má búa við á hverjum degi,“ segir Bjarni Daníel. Þetta sé nú bara einhver skráma sem kom eftir að lögreglan dró hann eftir gangstéttinni. Mótmælendur hafa ekki fengið fund með ráðherra sem komið er. Samtökin hafa fimm kröfur sem flóttafólk vill ræða við dómsmálaráðuneytið um. 1. Ekki fleiri brottvísanir, byrja á að stöðva brottvísanir til Grikklands og Ítalíu. 2. Efnismeðferð fyrir alla, sérstaklega fólk sem á það á hættu að vera vísað til óöruggs lands frá öðru Evrópuríki. 3. Atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur. 4. Jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi. 5. Að endir sé bundin á einangrunina sem flóttafólk á Ásbrú og annars staðar fyrir utan höfuðborgarsvæðið býr við.Ummælakerfinu hefur verið lokað við þessa frétt vegna fjölda meiðandi ummæla. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Nokkrir mótmælendur á vegum No Borders voru bornir út úr dómsmálaráðuneytinu í dag. Þau höfðu komið sér fyrir í anddyri ráðuneytisins og fengið sér sæti á gólfinu. Um er að ræða þriðja kyrrsetuverkfallið á þremur dögum. Eins og sjá má á myndinni þá stórsér á einum mótmælenda. Hann heitir Bjarni Daníel. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af atburðum en tökumaður fréttastofu voru á vettvangi.„Já, ég var dreginn fremur ruddalega út af lögreglunni. Ég held að það sé allt í lagi með mig en mér líður ekkert sérstaklega vel,“ sagði Bjarni Daníel í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita hvað hann muni gera, hvort hann muni kæra lögregluna fyrir hörku; fyrsta skrefið sé að fara á heilsugæslustöðina og fá áverkavottorð. „Nei, þetta lítur ekkert sérstaklega vel út en ég held nú að það sé í lagi með mig. Lögregla, var líkt og á þriðjudaginn, kölluð til að fjarlægja mótmælendurna sem vilja minna stjórnvöld á að ekki sé hægt að hundsa fólk í neyð sem biðji um áheyrn. Samtökin hafa þegar fengið fund með forsætisráðuneytinu sem vísaði þeim á dómsmálaráðuneytið.Mótmælendur í ráðuneytinu, áður en lögreglan kom og henti þeim út. Bjarni Daníel segir þá hafa sýnt talsvert meiri hörku nú en í gær, svo virðist sem þeir séu orðnir leiðir á mótmælendunum.visir/jói kBjarni segir að þetta hafi ekki verið neitt sérstaklega þægilegt. Og hann segir að það sé talsvert meiri harka í lögregluliðinu gagnvart sér og mótmælendum en í gær og í fyrradag. „Já, það er eins og það sé extra harka í þeim núna. Eins og þeir séu orðnir svolítið þreyttir á okkur.“ Bjarni Daníel telur að lögreglan hafi verið óþarflega harðhent. Sér í lagi þegar litið er til þess að hann barðist ekkert á móti eftir að lögreglan náði á honum taki. „En, þetta er ekkert alvarlegt. Það er ekkert aðalatriði að ég sé beittir ofbeldi í þetta eina skipti. Smávægilegt í samanburði við það ofbeldi sem flóttafólk má búa við á hverjum degi,“ segir Bjarni Daníel. Þetta sé nú bara einhver skráma sem kom eftir að lögreglan dró hann eftir gangstéttinni. Mótmælendur hafa ekki fengið fund með ráðherra sem komið er. Samtökin hafa fimm kröfur sem flóttafólk vill ræða við dómsmálaráðuneytið um. 1. Ekki fleiri brottvísanir, byrja á að stöðva brottvísanir til Grikklands og Ítalíu. 2. Efnismeðferð fyrir alla, sérstaklega fólk sem á það á hættu að vera vísað til óöruggs lands frá öðru Evrópuríki. 3. Atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur. 4. Jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi. 5. Að endir sé bundin á einangrunina sem flóttafólk á Ásbrú og annars staðar fyrir utan höfuðborgarsvæðið býr við.Ummælakerfinu hefur verið lokað við þessa frétt vegna fjölda meiðandi ummæla.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira