Innlent

Aðgerðir stjórnvalda lykillinn að því ljúka kjarasamningum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Drífa Snædal og Katrín Jakobsdóttir að lokinni kynningu um aðgerðir stjórnvalda.
Drífa Snædal og Katrín Jakobsdóttir að lokinni kynningu um aðgerðir stjórnvalda. Vísir/Vilhelm
Aðgerðir stjórnvalda til að liðka fyrir kjarasamningum var lykillinn að því að hægt var að ganga frá kjarasamningum.

Þetta er mat Drífu Snædal, forseta ASÍ, en fjallar hún um kjarasamningana sem voru undirritaðir miðvikudagskvöldið 3. apríl í vikulegum föstudagspistli sínum.

Drífa segir að kjarasamningana afrakstur blöndu af reynslu og nýjum hugmyndum.

„Að svona kjarasamningum koma hundruð manna og í Karphúsinu í vikunni kom saman reynsla og þekking þeirra sem hafa gert marga kjarasamninga og svo nýtt fólk með nýja sýn og ferskar hugmyndir. Það var góð blanda,“ segir Drífa.

Þrátt fyrir að hafa áður ekki talið sig getað hrósað núverandi ríkisstjórn í tengslum við kjarasamningana segir Drífa að þær aðgerðir sem stjórnvöld komu með að borðinu hafi verið lykillinn að því að hægt var að klára kjarasamningana.

Kjarasamningarnir voru undirritaðir í skugga gjaldþrots flugfélagsins WOW air en fall flugfélagsins hafði mikil áhrif á kjaraviðræðurnar.

„Árangurinn hvíldi á aðgerðum stjórnvalda og þær birtast í yfirlýsingum í tengslum við samningana. Svo er það sameiginlegt verkefni okkar í verkalýðshreyfingunni að fylgja því eftir að staðið verði við loforðin.“

Drífa hvetur félagsmenn til að kynna sér nýja kjarasamninga og fylgjast með kynningarfundum um málið. „Ég hef mikla trú á að þessir samningar verði samþykktir og við getum farið að vinna á grundvelli þeirra.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×