CrossFit-kappar reikna með 2000 ferðamönnum og 300 milljónum króna í kerfið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2019 14:49 Skipuleggjendur reikna með fimm þúsund áhorfendum í Laugardalshöll þegar mótið fer fram. Fréttablaðið/Anton Brink Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að veita níu milljóna styrk til aðstandenda Reykjavík CrossFit Championship sem fram fer í Laugardalshöll fyrstu helgina í maí. Sigurvegarar í keppninni tryggja sér þátttökurétt á Heimsleikunum í sumar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði fram tillöguna en forsvarsmenn keppninnar segja í umsókn sinni gera ráð fyrir um 2200 aðilum til landsins í tengslum við keppnina. Miklu myndi muna um niðurfellingu á húsaleigu Laugardalshallar en gífurlegur kostnaður fari í að breyta Laugardalshöll úr frjálsíþróttahöll í CrossFit keppnissvæði með plássi fyrir fimm þúsund áhorfendur. Styrkur borgarinnar fer úr liðnum ófyrirséður kostnaður og fer beint til Íþrótta- og sýningarhallarinnar. Umsókninni fylgja „léttir útreikningar“ á hagrænum áhrifum þess að halda keppnina hér á landi. Hjörtur Grétarsson, sem sendir umsóknina fyrir hönd aðstandenda, reiknar með að verðmæti þess að fá 2250 manns til landsins, 2000 ferðamenn og 250 keppendur og þjálfara, nemi um 300 milljónum króna. Þar sé miðað við að meðallengd ferðalagsins sé fimm dagar. Er tekið fram að helstu viðmiðunartölur við útreikninga séu í lægri kantinum. Til stendur að halda keppnina hér á landi árlega næstu þrjú ár hið minnsta. Takist vel til er von á framlengingu á samningi um fimm ár. Fyrir liggur að Anníe Mist Þórisdóttir verður ekki á meðal keppenda á mótinu. Vonir standa til þess að aðrar crossfit kempur Íslands verði á meðal keppenda. CrossFit Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að veita níu milljóna styrk til aðstandenda Reykjavík CrossFit Championship sem fram fer í Laugardalshöll fyrstu helgina í maí. Sigurvegarar í keppninni tryggja sér þátttökurétt á Heimsleikunum í sumar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði fram tillöguna en forsvarsmenn keppninnar segja í umsókn sinni gera ráð fyrir um 2200 aðilum til landsins í tengslum við keppnina. Miklu myndi muna um niðurfellingu á húsaleigu Laugardalshallar en gífurlegur kostnaður fari í að breyta Laugardalshöll úr frjálsíþróttahöll í CrossFit keppnissvæði með plássi fyrir fimm þúsund áhorfendur. Styrkur borgarinnar fer úr liðnum ófyrirséður kostnaður og fer beint til Íþrótta- og sýningarhallarinnar. Umsókninni fylgja „léttir útreikningar“ á hagrænum áhrifum þess að halda keppnina hér á landi. Hjörtur Grétarsson, sem sendir umsóknina fyrir hönd aðstandenda, reiknar með að verðmæti þess að fá 2250 manns til landsins, 2000 ferðamenn og 250 keppendur og þjálfara, nemi um 300 milljónum króna. Þar sé miðað við að meðallengd ferðalagsins sé fimm dagar. Er tekið fram að helstu viðmiðunartölur við útreikninga séu í lægri kantinum. Til stendur að halda keppnina hér á landi árlega næstu þrjú ár hið minnsta. Takist vel til er von á framlengingu á samningi um fimm ár. Fyrir liggur að Anníe Mist Þórisdóttir verður ekki á meðal keppenda á mótinu. Vonir standa til þess að aðrar crossfit kempur Íslands verði á meðal keppenda.
CrossFit Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira