Lífið

Gerðu stólpagrín að vandræðum Biden

Samúel Karl Ólason skrifar
Kate McKinnon og Jason Sudeikis.
Kate McKinnon og Jason Sudeikis.
Mikið grín var gert að vandræðum Joe Biden í Saturday Night Live í gær. Biden, sem ætlar líklegast að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári, hefur verið sakaður um að snerta konur á óviðeigandi hátt.

Í opnunaratriði SNL í gær reyndu starfsmenn Biden, sem leikinn var af Jason Sudeikis, að sýna honum að hegðun hans væri óviðeigandi en án mikils árangurs.

Biden hefur mælst með einna mestan stuðning í skoðanakönnunum yfir líklega forsetaframbjóðendur demókrata. Hann hefur ekki lýst yfir framboði í forvali þeirra en líklegt hefur verið talið að hann gerði það.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.