Lífið

Leikkona úr Bond-myndum fallin frá

Atli Ísleifsson skrifar
Nadia Regin fór með hlutverk ástkonu Kerim Bey í From Russia, With Love.
Nadia Regin fór með hlutverk ástkonu Kerim Bey í From Russia, With Love. James Bond

Serbneska leikkonan Nadja Regin, sem þekktust er fyrir að fara með hlutverk í tveimur James Bond myndum, er látin, 87 ára að aldri. Regin fór með hlutverk í annarri og þriðju myndinni um breska njósnarann, það er From Russia, With Love og Goldfinger.

Greint var frá andláti Regin á opinberum samfélagsmiðlareikningum James Bond myndanna. Sögðu aðstandendur myndanna að hugur þeirra væri hjá fjölskyldu og vinum Regin á þessum erfiða tíma.

Nadja Regin fæddist í Belgrad árið 1931 þar sem hún hóf feril sinn. Hún flutti til Bretlands á sjötta áratugnum. Árið 1963 fékk hún hlutverk ástkonu Kerim Bey, yfirmanns hjá MI6 í Istanbul, í myndinni From Russia, With Love.

Ári síðar fór hún svo með hlutverk dansmeyjar í myndinni Goldfinger. Sean Connery fór með hlutverk James Bond í báðum myndunum.

Á seinni hluta ferilsins starfaði hún innan kvikmyndageirans og gaf út eigin skáldsögu árið 1980.


Tengdar fréttir

Bond­stúlkan Tania Mal­let er látin

Breska fyrirsætan og leikkonan Tania Mallet, sem þekktust er fyrir að fara með hlutverk Tilly Masterson í Bond-myndinni Goldfinger, er látin, 77 ára að aldri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.