Lífið

Bond­stúlkan Tania Mal­let er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Tilly Masterson sóttist eftir að hefna dauða systur sinnar.
Tilly Masterson sóttist eftir að hefna dauða systur sinnar. Framleiðendur James Bond
Breska fyrirsætan og leikkonan Tania Mallet, sem þekktust er fyrir að fara með hlutverk Tilly Masterson í Bond-myndinni Goldfinger, er látin, 77 ára að aldri.

Tania Mallet árið 2013.Getty/Albert L. Ortega
Frá þessu greindu framleiðendur kvikmyndanna um breska njósnarann í gærkvöldi.Mallet fæddist í Blackpool árið 1941 og hóf snemma störf sem fyrirsæta. Hún naut velgengni sem fyrirsæta á sjötta og sjöunda áratugnum og fór svo með hlutverk Tilly Masterson í Goldfinger sem kom út 1964.Lék hún þár á móti Sean Connery sem fór með hlutverk James Bond, en Goldfinger er sú þriðja í röð Bond-mynda.Hún sóttist fyrst eftir hlutverki í annarri Bond-myndinni, From Russia, With Love, en fékk ekki hlutverk.Í Goldfinger sækist Tilly Masterson eftir því að hefna systur sinnar sem illmennið Auric Goldfinger drap með því að þekja líkama hennar gylltri málningu.Í frétt Sky segir Mallet hafi harðlega gagnrýnt framleiðendur Bond-myndanna vegna bágra launa.Hún lék ekki í annarri kvikmynd eftir Goldfinger.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.