Nú sé kominn tími til að ræða staðreyndir Klausturmálsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. mars 2019 20:00 Formaður Miðflokksins segir að eftir að hafa fengið aðgang að upptöku af Klausturbar blasi við að upptakan hafi verið vel skipulögð aðgerð og að fleiri en Bára Halldórsdóttir hafi komið að henni. Búið sé að verja fjórum mánuðum í að ræða orðin sem látin voru falla á barnum, nú sé komin tími til að ræða staðreyndir málsins. Þingmenn Miðflokksins kvörtuðu til Persónuverndar eftir að upptöku af samtali þeirra á Klausturbar í nóvember síðastliðnum var lekið til fjölmiðla. Í grein sem formaður Miðflokksins ritar á vef Fréttablaðsins í dag segir að nú hafi hann fengið aðgang að gögnum sem kallað hafði verið eftir, meðal annars upptökum úr öryggismyndavélum og þar sé ýmislegt sem varpi nýju ljósi á málið. Niðurstaðan sé sú að ein mesta persónulega aðför sem gerð hafi verið opinberlega að stjórnmálamönnum og öðru saklausu fólki í seinni tíð hafi verið skipulögð aðgerð. „Það blasir við að öll sagan af atburðarrásinni er ósönn. Það blasir líka við að þetta hefur verið undirbúið fyrirfram og tekið upp með allt öðrum hætti en gefið hefur verið til kynna. Það sést með því að fylgjast með atburðarrásinni, hvernig viðkomandi mætir á staðinn og fer strax beint til verka. Allt ólíkt því en sem haldið hafði verið fram um að þetta hafi gerst á tilviljunarkenndan hátt,“ segir Sigmundur Davíð og bætir við að það væri of langt mál að rekja allar rangfærslurnar. „Allt sem haldið var fram hvernig þetta hefði atvikaðist var rangt og augljóst að fleiri hefðu komið að þessu,“ segir Sigmundur Davíð. Í samtali við fréttastofu segir forstjóri Persónuverndar að málið sé í vinnslu hjá stofnuninni. Miðflokksmenn hafi ekki sjálfir horft á upptökurnar heldur hafi lögmaður þeirra fengið að horfa á þær undir eftirliti lögfræðinga stofnunarinnar. Bára Halldórsdóttir, hefur hins vegar sjálf horft á upptökurnar en hún fór með lögmanni sínum til Persónuverndar. Hún segir Miðflokksmenn reyna að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum. Það sé ekkert í upptökunni sem bendi til þess að hún hafi mætt til þess eins að taka þingmennina upp.En er kjarni málsins ekki þau ljótu orð sem þið létuð falla? „Það er búið að verja fjórum mánuðum í að ræða orðin sem látin voru falla. Nú er komin tími til að ræða staðreynir málsins,“ segir Sigmundur Davíð. Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02 Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu. 27. mars 2019 20:25 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir að eftir að hafa fengið aðgang að upptöku af Klausturbar blasi við að upptakan hafi verið vel skipulögð aðgerð og að fleiri en Bára Halldórsdóttir hafi komið að henni. Búið sé að verja fjórum mánuðum í að ræða orðin sem látin voru falla á barnum, nú sé komin tími til að ræða staðreyndir málsins. Þingmenn Miðflokksins kvörtuðu til Persónuverndar eftir að upptöku af samtali þeirra á Klausturbar í nóvember síðastliðnum var lekið til fjölmiðla. Í grein sem formaður Miðflokksins ritar á vef Fréttablaðsins í dag segir að nú hafi hann fengið aðgang að gögnum sem kallað hafði verið eftir, meðal annars upptökum úr öryggismyndavélum og þar sé ýmislegt sem varpi nýju ljósi á málið. Niðurstaðan sé sú að ein mesta persónulega aðför sem gerð hafi verið opinberlega að stjórnmálamönnum og öðru saklausu fólki í seinni tíð hafi verið skipulögð aðgerð. „Það blasir við að öll sagan af atburðarrásinni er ósönn. Það blasir líka við að þetta hefur verið undirbúið fyrirfram og tekið upp með allt öðrum hætti en gefið hefur verið til kynna. Það sést með því að fylgjast með atburðarrásinni, hvernig viðkomandi mætir á staðinn og fer strax beint til verka. Allt ólíkt því en sem haldið hafði verið fram um að þetta hafi gerst á tilviljunarkenndan hátt,“ segir Sigmundur Davíð og bætir við að það væri of langt mál að rekja allar rangfærslurnar. „Allt sem haldið var fram hvernig þetta hefði atvikaðist var rangt og augljóst að fleiri hefðu komið að þessu,“ segir Sigmundur Davíð. Í samtali við fréttastofu segir forstjóri Persónuverndar að málið sé í vinnslu hjá stofnuninni. Miðflokksmenn hafi ekki sjálfir horft á upptökurnar heldur hafi lögmaður þeirra fengið að horfa á þær undir eftirliti lögfræðinga stofnunarinnar. Bára Halldórsdóttir, hefur hins vegar sjálf horft á upptökurnar en hún fór með lögmanni sínum til Persónuverndar. Hún segir Miðflokksmenn reyna að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum. Það sé ekkert í upptökunni sem bendi til þess að hún hafi mætt til þess eins að taka þingmennina upp.En er kjarni málsins ekki þau ljótu orð sem þið létuð falla? „Það er búið að verja fjórum mánuðum í að ræða orðin sem látin voru falla. Nú er komin tími til að ræða staðreynir málsins,“ segir Sigmundur Davíð.
Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02 Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu. 27. mars 2019 20:25 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41
Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02
Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu. 27. mars 2019 20:25