Innlent

Neita að afhenda fundargerðir kjararáðs frá því fyrir árið 2015

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Kjararáð var til húsa í Skuggasundi 3 uns það var aflagt.
Kjararáð var til húsa í Skuggasundi 3 uns það var aflagt. Fréttablaðið/Ernir
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur afhent Fréttablaðinu afrit af fundargerðum kjara­ráðs 2015 til 2018. Upplýsingar um hverra laun ráðið hækkaði á laun árið 2011 fást ekki afhentar að sinni.

Frá því í nóvember 2017 hefur Fréttablaðið reynt að fá afrit af fundargerðum ráðsins fyrir árin 2013-18. Hefur blaðið í tvígang kærta afstöðu kjararáðs og FJR til úrskurðarnefndar um upplýsingamál (ÚNU). Í fyrra skiptið þar sem kjararáð taldi sig ekki stjórnvald, heldur lögbundinn gerðardóm, og heyrði þar með ekki upplýsingalögin en hið síðara þar sem FJR sagðist ekki hafa gögnin í sinni vörslu. Í bæði skiptin gerði ÚNU stjórnvöldin afturrek.

„Samkvæmt áætlun ráðuneytisins hafa farið í það minnsta 40 vinnustundir í vinnu við yfirferð og eftir atvikum brottfellingu upplýsinga í fundargerðum kjararáðs. Að mati ráðuneytisins myndi sá tími sem það útheimti að verða að fullu við upplýsingabeiðninni hafa slík áhrif á lögbundin störf ráðuneytisins að ráðuneytinu sé það ekki fært. Beiðninni er því synjað að því er varðar fundargerðir eldri en frá 2015,“ segir í svari FJR.

Beiðni um afrit bréfa varðandi launungarlaunahækkanir árið 2011, var hafnað. Ekki þótt nægjanlega tilgreint hvaða bréf um ræddi. Taka má fram að hvorki kjararáð né FJR hafa gefið upplýsingar um hverjir hækkuðu og hverjir ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×