Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Guðbrandur Einarsson sem sagði af sér formennsku í Landsambandi verslunarmanna í dag segir að hægt hafi verið að ná kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins í síðustu viku sem fært hefði lægst launaða hópnum rúmlega 40 prósenta launahækkun á samningstímanum og styttingu vinnutímans. Formaður VR hafi hins vegar lagst gegn því að skrifað væri undir nýjan kjarasamning.

Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og ræðum við Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, um málið í beinni útsendingu.

Einnig verður rætt við formann Dómarafélags Íslands sem segir óvissu um Landsrétt vera stjórnskipulega krísu. Endurreisa þurfi traust almennings til dómstóla landsins. Varaforseti Landsréttar telur vandann vera frekar pólitískan en lögfræðilegan.

Þá heyrum við í forsætisráðherra um stöðuna hjá WOW air. Katrín Jakobsdóttir segir ljóst að það muni hafa mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá fyrirtækinu og að stjórnvöld fylgist grannt með stöðu mála. Einnig fjöllum við um breytingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og höldum leitinni að fyrsta íslenska hamborgaranum áfram.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×