Ungir Píratar með pizzukrók á móti bragði Þórarinn Þórarinsson skrifar 22. mars 2019 09:00 Ungu Píratarnir Gamithra Marga, Sophia Kistenmacher, Hjalti Björn Hrafnkelsson, Sigmundur Jónsson og Vignir Árnason gera sig klár fyrir flatbökuveisluna sem þau ætla að efna til í loftslagsverkfallinu á Austurvelli í dag. Ungir Píratar hafa lýst miklum vonbrigðum með „viðbrögð skólayfirvalda í þeim skólum sem hafa valið það að gefa börnum og unglingum pizzur í stað þess að hvetja þau til lýðræðisþátttöku og gagnrýninnar hugsunar“, eins og þeir orða það. Hjalti Björn Hrafnkelsson, gjaldkeri Ungra Pírata, segir þeim hafa borist fregnir af því að í einhverjum skólum hafi verið reynt að letja krakkana. „Bæði með því að segja þeim að þetta muni ekki breyta neinu og skipti engu máli. Og síðan fréttist af því að skólastjórnendur hefðu eitthvað verið að gefa krökkum pizzur í hádeginu gegn því að mæta ekki í mótmælin og taka þátt í loftslagsverkföllunum.“Hjalti Björn varð vegan eftir að hann vann veðmál um að hann gæti haldið lífsstílinn út í viku.Hjalti Björn furðar sig mjög á þessu og telur meðal annars augljóst að fái þetta staðist hafi viðkomandi skólastjórnendur farið þvert gegn menntastefnu Reykjavíkurborgar og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Þar er skýrt talað um rétt barna til þess að koma saman, mótmæla og taka pólitíska afstöðu,“ segir Hjalti Björn við Fréttablaðið. „Persónulega finnst mér þetta stórfurðulegt þar sem ég tel náttúrlega að í lýðræðisríki, sem við erum nú, ætti grunnforsenda skólastarfs að vera að börn fræðist um lýðræðið. Þetta er ekkert annað en óhefðbundin pólitísk þátttaka í lýðræðinu, að taka þátt í mótmælum og verkföllum.“ Hjalti Björn segir Unga Pírata hafa ákveðið að bregðast við með því að gefa mótmælendum pizzur á meðan birgðir endast, milli klukkan 12 og 13, í mótmælum dagsins á Austurvelli.Umhverfisvænar flatbökur „Við ætlum að gefa pizzur aðallega til að undirstrika hversu fáránlegt þetta er en síðan er líka bara gaman að gefa fólki mat. Með þessu viljum við líka lýsa yfir stuðningi við loftslagsverkfall LÍS, SÍF og Ungra umhverfissinna og hvetjum jafnframt skólana til þess að endurskoða afstöðu sína.“ Pizzurnar sem Píratarnir bjóða upp á eru vitaskuld vegan og grænmetis í takt við tilefni mótmælanna. „Þriðjungur af pizzunum sem verða í boði er vegan og restin er grænmetispizzur,“ segir Hjalti Björn. „Og ef fólk langar í ost þá fær hann að vera með í þetta skipti. Mjólkurosturinn sleppur grænmetismegin en það er ekkert kjötálegg.“ Hjalti Björn segir aðspurður að Píratarnir sjái sér ekki fært að baka pizzurnar sjálfir. Í það minnsta ekki að þessu sinni. „Nei, við pöntum þær í þetta skipti. Það hefði nú verið gaman að baka þær sjálf en við sáum ekki fram á að við gætum það, en við skellum kannski svuntunum bara á okkur næst. Það er aldrei að vita.“Kraftmiklir krakkar Hjalti Björn segir mikla þátttöku unga fólksins í loftslagsverkfallinu fyrir viku sýna að æska landsins sé full af orku sem glæði vonina um bjartari framtíð. „Ég vinn í félagsmiðstöð þar sem við erum meðal annars að virkja krakkana til gagnrýninnar hugsunar og þátttöku í stjórnmálum og það er bara rosalega skemmtilegt að sjá allan þennan áhuga sem er að vakna hjá þeim. Það er líka bara svo gaman að sjá alla þessa krakka sem láta sig þetta ótrúlega mikilvæga mál varða og ég vona bara að þau verði enn fleiri í dag en síðast.“ Hjalti Björn segir einnig ánægjulega áberandi hversu duglegir krakkarnir eru að kynna sér málin og leggja mikið á sig til þess að afla sér upplýsinga sjálf. „Það er náttúrlega grunnstefna hjá okkur Pírötum að fólk beiti gagnrýnni hugsun, að það hafi aðgang að upplýsingum og nýti sér þær. Þetta er rosalega valdeflandi og mér finnst bara mjög leiðinlegt að sjá að einhverjir skólastjórnendur taki þessu ekki fagnandi. Þannig að við vonum að þessi aðgerð okkar veki einhverja athygli og fái fólk aðeins til að hugsa um hversu sorglegt það er ef skólar eru að múta börnum með pizzum til þess að taka ekki virkan þátt í lýðræðislegu samfélagi.“ Birtist í Fréttablaðinu Píratar Umhverfismál Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Ungir Píratar hafa lýst miklum vonbrigðum með „viðbrögð skólayfirvalda í þeim skólum sem hafa valið það að gefa börnum og unglingum pizzur í stað þess að hvetja þau til lýðræðisþátttöku og gagnrýninnar hugsunar“, eins og þeir orða það. Hjalti Björn Hrafnkelsson, gjaldkeri Ungra Pírata, segir þeim hafa borist fregnir af því að í einhverjum skólum hafi verið reynt að letja krakkana. „Bæði með því að segja þeim að þetta muni ekki breyta neinu og skipti engu máli. Og síðan fréttist af því að skólastjórnendur hefðu eitthvað verið að gefa krökkum pizzur í hádeginu gegn því að mæta ekki í mótmælin og taka þátt í loftslagsverkföllunum.“Hjalti Björn varð vegan eftir að hann vann veðmál um að hann gæti haldið lífsstílinn út í viku.Hjalti Björn furðar sig mjög á þessu og telur meðal annars augljóst að fái þetta staðist hafi viðkomandi skólastjórnendur farið þvert gegn menntastefnu Reykjavíkurborgar og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Þar er skýrt talað um rétt barna til þess að koma saman, mótmæla og taka pólitíska afstöðu,“ segir Hjalti Björn við Fréttablaðið. „Persónulega finnst mér þetta stórfurðulegt þar sem ég tel náttúrlega að í lýðræðisríki, sem við erum nú, ætti grunnforsenda skólastarfs að vera að börn fræðist um lýðræðið. Þetta er ekkert annað en óhefðbundin pólitísk þátttaka í lýðræðinu, að taka þátt í mótmælum og verkföllum.“ Hjalti Björn segir Unga Pírata hafa ákveðið að bregðast við með því að gefa mótmælendum pizzur á meðan birgðir endast, milli klukkan 12 og 13, í mótmælum dagsins á Austurvelli.Umhverfisvænar flatbökur „Við ætlum að gefa pizzur aðallega til að undirstrika hversu fáránlegt þetta er en síðan er líka bara gaman að gefa fólki mat. Með þessu viljum við líka lýsa yfir stuðningi við loftslagsverkfall LÍS, SÍF og Ungra umhverfissinna og hvetjum jafnframt skólana til þess að endurskoða afstöðu sína.“ Pizzurnar sem Píratarnir bjóða upp á eru vitaskuld vegan og grænmetis í takt við tilefni mótmælanna. „Þriðjungur af pizzunum sem verða í boði er vegan og restin er grænmetispizzur,“ segir Hjalti Björn. „Og ef fólk langar í ost þá fær hann að vera með í þetta skipti. Mjólkurosturinn sleppur grænmetismegin en það er ekkert kjötálegg.“ Hjalti Björn segir aðspurður að Píratarnir sjái sér ekki fært að baka pizzurnar sjálfir. Í það minnsta ekki að þessu sinni. „Nei, við pöntum þær í þetta skipti. Það hefði nú verið gaman að baka þær sjálf en við sáum ekki fram á að við gætum það, en við skellum kannski svuntunum bara á okkur næst. Það er aldrei að vita.“Kraftmiklir krakkar Hjalti Björn segir mikla þátttöku unga fólksins í loftslagsverkfallinu fyrir viku sýna að æska landsins sé full af orku sem glæði vonina um bjartari framtíð. „Ég vinn í félagsmiðstöð þar sem við erum meðal annars að virkja krakkana til gagnrýninnar hugsunar og þátttöku í stjórnmálum og það er bara rosalega skemmtilegt að sjá allan þennan áhuga sem er að vakna hjá þeim. Það er líka bara svo gaman að sjá alla þessa krakka sem láta sig þetta ótrúlega mikilvæga mál varða og ég vona bara að þau verði enn fleiri í dag en síðast.“ Hjalti Björn segir einnig ánægjulega áberandi hversu duglegir krakkarnir eru að kynna sér málin og leggja mikið á sig til þess að afla sér upplýsinga sjálf. „Það er náttúrlega grunnstefna hjá okkur Pírötum að fólk beiti gagnrýnni hugsun, að það hafi aðgang að upplýsingum og nýti sér þær. Þetta er rosalega valdeflandi og mér finnst bara mjög leiðinlegt að sjá að einhverjir skólastjórnendur taki þessu ekki fagnandi. Þannig að við vonum að þessi aðgerð okkar veki einhverja athygli og fái fólk aðeins til að hugsa um hversu sorglegt það er ef skólar eru að múta börnum með pizzum til þess að taka ekki virkan þátt í lýðræðislegu samfélagi.“
Birtist í Fréttablaðinu Píratar Umhverfismál Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“