Lífið

AUÐUR á Hróarskeldu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Auður hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði.
Auður hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði.

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem AUÐUR, mun koma fram á Hróarskelduhátíðinni í sumar en þetta er í fyrsta skipti sem AUÐUR kemur fram á hátíðinni.

Hróarskelda er stærsta hátíð sem hann hefur komið fram á frá því að hann skrifaði undir plötusamning við SONY í Danmörku árið 2018.

Plata hans Afsakanir kom út fyrir jól og vann til Kraumsverðlauna sem ein af plötum ársins og vann hann einnig til tveggja verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum 13. mars síðastliðinn.

Föstudaginn 29. mars mun AUÐUR vera með útgáfutónleika vegna plötunnar í Gamla Bíó og er hægt að nálgast miða inni á tix.is.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.