Lífið

AUÐUR á Hróarskeldu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Auður hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði.
Auður hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði.
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem AUÐUR, mun koma fram á Hróarskelduhátíðinni í sumar en þetta er í fyrsta skipti sem AUÐUR kemur fram á hátíðinni.

Hróarskelda er stærsta hátíð sem hann hefur komið fram á frá því að hann skrifaði undir plötusamning við SONY í Danmörku árið 2018.

Plata hans Afsakanir kom út fyrir jól og vann til Kraumsverðlauna sem ein af plötum ársins og vann hann einnig til tveggja verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum 13. mars síðastliðinn.

Föstudaginn 29. mars mun AUÐUR vera með útgáfutónleika vegna plötunnar í Gamla Bíó og er hægt að nálgast miða inni á tix.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×