Ferðamenn notuðu salernið á meðan bóndinn brá sér í sturtu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. mars 2019 13:00 Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi í Hvítanesi í Vestur-Landeyjum að gefa hestunum sínum hey úr rúllu. Fréttablaðið/Daníel Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi á bænum Hvítanesi skammt frá Hvolsvelli hefur fengið sig fullsadda af ágangi ferðamanna á jörð sinni. Þeir gefa hrossum hennar og nota dróna til að taka myndir af þeim, sem fælir hestana og gerir þá hrædda. Steininn tók nýlega úr þegar tveir ferðamenn fóru inn í húsið hennar til að nota salernið á meðan hún var í sturtu. Bærinn Hvítanes er skammt frá Hvolsvelli við þjóðveg númer eitt þar sem Vilborg býr. Ferðamenn á bílaleigubílum stoppa iðulega við bæinn til að taka myndir af hestunum hennar og gefa þeim að éta, sem Vilborg er ekki ánægð með. „Ég er ekki sátt við það að það sé verið að gefa hrossunum hjá mér alltaf endalaust, stoppað og gefa þeim allskonar matardrasl og venja þá á að sníkja, hvað veit maður hvað fólkið er með“, segir Vilborg. Vilborg hefur brugðið á það ráð að færa hestana ofar í girðingu þar sem þeir eru í þeirri von að ferðamennirnir láta þá vera en það er ekki, nú mæta þeir með dróna og taka myndir af hestunum, sem verður til þess að hrossin verða mjög hrædd og hlaupa út um allt. „Ég ætla bara að spyrja lögregluna hvort ég megi ekki skjóta niður dróna, hvort það lendi á mér hvað gerist“. Vilborg segist vera búin að fá sig fullsadda af ágangi ferðamanna í kringum hestana hennar enda er verið að gefa þeim allskonar matardrasl, sem hún kærir sig alls ekki um.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Steininn tók þó úr nýlega þegar Vilborg var í sturtu heima hjá sér um hábjartan dag, en tvö salerni með sturtum eru á heimilinu. „Svo er farið að banka og berja, ég ansaði því ekki, ég bjóst bara við því að ferðamennirnir myndu fara en svo var bara manneskja komin hér inn, ég var ekki einu sinni búin að klæða mig, ég heyrði í annarri þeirra, það var farið að kalla hér inni og fólkið var labbandi hér inn um allt, auðsjáanlega búið að fara á klósettið þegar ég kom fram og búið að loka hundinn minn inn á klósetti“, segir Vilborg aðspurð um hvað hafi gerst þegar hún var í sturtu um hábjartan dag. Um tvo ferðamenn var að ræða sem fóru inn í húsið. Vilborg segist hér eftir ætla að hafa húsið sitt læst jafnt á degi sem nóttu. Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi á bænum Hvítanesi skammt frá Hvolsvelli hefur fengið sig fullsadda af ágangi ferðamanna á jörð sinni. Þeir gefa hrossum hennar og nota dróna til að taka myndir af þeim, sem fælir hestana og gerir þá hrædda. Steininn tók nýlega úr þegar tveir ferðamenn fóru inn í húsið hennar til að nota salernið á meðan hún var í sturtu. Bærinn Hvítanes er skammt frá Hvolsvelli við þjóðveg númer eitt þar sem Vilborg býr. Ferðamenn á bílaleigubílum stoppa iðulega við bæinn til að taka myndir af hestunum hennar og gefa þeim að éta, sem Vilborg er ekki ánægð með. „Ég er ekki sátt við það að það sé verið að gefa hrossunum hjá mér alltaf endalaust, stoppað og gefa þeim allskonar matardrasl og venja þá á að sníkja, hvað veit maður hvað fólkið er með“, segir Vilborg. Vilborg hefur brugðið á það ráð að færa hestana ofar í girðingu þar sem þeir eru í þeirri von að ferðamennirnir láta þá vera en það er ekki, nú mæta þeir með dróna og taka myndir af hestunum, sem verður til þess að hrossin verða mjög hrædd og hlaupa út um allt. „Ég ætla bara að spyrja lögregluna hvort ég megi ekki skjóta niður dróna, hvort það lendi á mér hvað gerist“. Vilborg segist vera búin að fá sig fullsadda af ágangi ferðamanna í kringum hestana hennar enda er verið að gefa þeim allskonar matardrasl, sem hún kærir sig alls ekki um.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Steininn tók þó úr nýlega þegar Vilborg var í sturtu heima hjá sér um hábjartan dag, en tvö salerni með sturtum eru á heimilinu. „Svo er farið að banka og berja, ég ansaði því ekki, ég bjóst bara við því að ferðamennirnir myndu fara en svo var bara manneskja komin hér inn, ég var ekki einu sinni búin að klæða mig, ég heyrði í annarri þeirra, það var farið að kalla hér inni og fólkið var labbandi hér inn um allt, auðsjáanlega búið að fara á klósettið þegar ég kom fram og búið að loka hundinn minn inn á klósetti“, segir Vilborg aðspurð um hvað hafi gerst þegar hún var í sturtu um hábjartan dag. Um tvo ferðamenn var að ræða sem fóru inn í húsið. Vilborg segist hér eftir ætla að hafa húsið sitt læst jafnt á degi sem nóttu.
Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum