Flugmenn WOW air óttast að Icelandair hafi mútað blaðamönnum og óska eftir rannsókn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. mars 2019 13:28 Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, óskar eftir því að formaður Blaðamannafélags Íslands rannsaki heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air í ljósi "óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla“. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi Blaðamannafélagi Íslands. Vísir/Vilhelm Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, óskar eftir því að formaður Blaðamannafélags Íslands rannsaki heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air í ljósi „óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla“. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi Blaðamannafélagi Íslands. Flugmannafélagið óskar eftir því að BÍ framkvæmi „rannsókn á hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air“. Félagið fer þess á leit við BÍ að þetta verði kannað með tilliti til gagnsæis blaðamanna gagnvart lesendum sínum. „Ennfremur viljum við láta kanna heimildaröflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air hverju sinni, þar sem margir þeirra reiða sig m.a. á upplýsingar frá bloggara, búsettum í Svíþjóð, sem er sjálfskipaður helsti sérfræðingur Íslands í flugmálum,“ segir í bréfinu og fullyrt að fréttamiðlar hafi „oftar en ekki“ vitnað í órökstuddar hugleiðingar þessa manns en í bréfinu er téður maður ekki nafngreindur en gera má ráð fyrir því að Flugmannafélagið vísi til Kristjáns Sigurjónssonar sem heldur úti miðlinum Túristi.is. Hér að neðan er hægt að lesa bréfið í heild sinni:„Í ljósi óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla um WOW air undanfarið óskar Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, eftir rannsókn á hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s. frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air. Við óskum eftir að þetta verði kannað m.t.t. gagnsæis blaðamanna gagnvart lesendum sínum.Ennfremur viljum við láta kanna heimildaröflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air hverju sinni, þar sem margir þeirra reiða sig m.a. á upplýsingar frá bloggara, búsettum í Svíþjóð, sem er sjálfskipaður helsti sérfræðingur Íslands í flugmálum og oftar en ekki vitnað í órökstuddar hugleiðingar hans.Með von um sýndan skilning og jákvæð viðbrögð,Stjórn ÍFF“Hvaða djöflasýra er þetta? Get ég fengið nöfn á þessum gæjum svo ég þurfi ekki að fljúga með þeim? Og nei, ég hef aldrei þegið neitt frá Icelandair eða Wow og ég veit ekki um eina frétt af Wow, þeir ekki heldur greinilega, sem reynst hefur röng. pic.twitter.com/G4bGHgzvZy — Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) March 27, 2019Hér gefur stéttarfélag flugmanna WOW air í skyn, að íslenskir blaðamenn þiggi mútur frá samkeppnisaðila WOW air og heimta rannsókn. En skauta fram hjá því að fréttaflutningur af stöðu WOW er, og hefur verið, réttur. Og benda ekki á eina rangfærslu. Allir hressir bara. pic.twitter.com/HlFXyXoeLB — Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) March 27, 2019 Fjölmiðlar Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, óskar eftir því að formaður Blaðamannafélags Íslands rannsaki heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air í ljósi „óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla“. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi Blaðamannafélagi Íslands. Flugmannafélagið óskar eftir því að BÍ framkvæmi „rannsókn á hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air“. Félagið fer þess á leit við BÍ að þetta verði kannað með tilliti til gagnsæis blaðamanna gagnvart lesendum sínum. „Ennfremur viljum við láta kanna heimildaröflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air hverju sinni, þar sem margir þeirra reiða sig m.a. á upplýsingar frá bloggara, búsettum í Svíþjóð, sem er sjálfskipaður helsti sérfræðingur Íslands í flugmálum,“ segir í bréfinu og fullyrt að fréttamiðlar hafi „oftar en ekki“ vitnað í órökstuddar hugleiðingar þessa manns en í bréfinu er téður maður ekki nafngreindur en gera má ráð fyrir því að Flugmannafélagið vísi til Kristjáns Sigurjónssonar sem heldur úti miðlinum Túristi.is. Hér að neðan er hægt að lesa bréfið í heild sinni:„Í ljósi óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla um WOW air undanfarið óskar Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, eftir rannsókn á hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s. frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air. Við óskum eftir að þetta verði kannað m.t.t. gagnsæis blaðamanna gagnvart lesendum sínum.Ennfremur viljum við láta kanna heimildaröflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air hverju sinni, þar sem margir þeirra reiða sig m.a. á upplýsingar frá bloggara, búsettum í Svíþjóð, sem er sjálfskipaður helsti sérfræðingur Íslands í flugmálum og oftar en ekki vitnað í órökstuddar hugleiðingar hans.Með von um sýndan skilning og jákvæð viðbrögð,Stjórn ÍFF“Hvaða djöflasýra er þetta? Get ég fengið nöfn á þessum gæjum svo ég þurfi ekki að fljúga með þeim? Og nei, ég hef aldrei þegið neitt frá Icelandair eða Wow og ég veit ekki um eina frétt af Wow, þeir ekki heldur greinilega, sem reynst hefur röng. pic.twitter.com/G4bGHgzvZy — Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) March 27, 2019Hér gefur stéttarfélag flugmanna WOW air í skyn, að íslenskir blaðamenn þiggi mútur frá samkeppnisaðila WOW air og heimta rannsókn. En skauta fram hjá því að fréttaflutningur af stöðu WOW er, og hefur verið, réttur. Og benda ekki á eina rangfærslu. Allir hressir bara. pic.twitter.com/HlFXyXoeLB — Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) March 27, 2019
Fjölmiðlar Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira