Lífið

Ráðherrann í uppnámi

Ari Brynjólfsson skrifar
Ólafur Darri leikur aðalhlutverkið í þessum þáttum.
Ólafur Darri leikur aðalhlutverkið í þessum þáttum. FBL/Sigtryggur Ari

Tökur á sjónvarpsþáttaseríunni Ráðherranum með Ólafi Darra Ólafssyni í aðalhlutverki eru í uppnámi. Er ástæðan samningsskilmálar RÚV við Sagafilm samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Sömu heimildir herma að RÚV vilji ekki endurskoða skilmálana. Hefja átti tökur í næstu viku en því hefur verið frestað fram yfir páska. Vegna mikilla anna Ólafs Darra mun ekki hægt að fresta tökum lengur.

Áætlaður framleiðslukostnaður þáttanna er um 675 milljónir króna. Samkvæmt lögfræðiáliti fyrir Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Samtök iðnaðarins stangast skilmálar RÚV gagnvart sjálfstæðum framleiðendum á við reglur um Evrópustyrki og reglur um endurgreiðslur á Íslandi. 

Sigríður Mogensen hjá SI.

RÚV breytti skilmálunum haustið 2017 og voru þeir komnir inn í fjölmarga samninga í fyrravor. Tilgangurinn með breytingunni er að RÚV fái stöðu meðframleiðanda og fái þá hagnað ef svo fer að sjónvarpsefni verður selt til aðila á borð við Netflix.

Í lögfræðiálitinu segir að RÚV eigi að veita styrki en ekki eignast hlut í verki til að geta hagnast á því. „Það ríkir mikil óvissa í kvikmyndagreininni vegna þeirra álitamála sem lögð eru til grundvallar í lögfræðiálitinu,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins.

Áttu þau fund með Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra á þriðjudag.

„Við vonumst til að málið fari að skýrast á næstu dögum og vikum þa r sem það veldur nú þegar skaða,“ segir Sigríður sem gagnrýnir hægagang í stjórnsýslunni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.