Ferðamaður ákærður og krafinn um bætur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. mars 2019 06:00 Af vettvangi slyssins á Reykjanesbraut við Tjarnarvelli í fyrra. ÍVAR Bandarískur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi svo og brot gegn umferðarlögum. Maðurinn ók bifreið aftan á kyrrstæðar bifreiðar á Reykjanesbraut við Tjarnarvelli í apríl í fyrra. Áður en slysið varð hafði bolti rúllað eftir veginum og orsakað talsverða hættu. Ökumaður á ferð sá boltann, stöðvaði bifreið sína, kveikti á viðvörunarljósum og hugðist fjarlægja hann. Næsta bifreið fyrir aftan hann staðnæmdist einnig en ökumaður þriðju bifreiðarinnar, bandaríski ferðamaðurinn, gætti ekki að sér og ók aftan á bifreiðina fyrir framan sig. Ökumaður fremsta bílsins, sá sem steig út til að fjarlægja boltann, hlaut af þessu lífshættulega áverka. Meðal annars höfuðkúpubrot, blæðingu í heila, fjölmörg rifbeinsbrot og blæðingar innvortis. Þá hefur slysið haft í för breytingar á persónuleika hans og sjónsviði vinstra auga. Málið vakti talsverða athygli á sínum tíma sökum þess að fjöldi ökumanna ók fram hjá stórslösuðum manninum án þess að gefa honum gaum. Farið var fram á farbann yfir bandaríska ferðamanninum meðan á meðferð málsins stæði. Fallist var á það í héraði með vísan til þess að maðurinn hefði engin tengsl við landið og því líkur á að hann myndi reyna að komast undan saksókn með því að fara úr landi.Sjá einnig: Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Sá úrskurður var síðar felldur úr gildi í Landsrétti með vísan til þess að lögreglan hefði upplýsingar um símanúmer, netfang og vinnustað hans ytra. Fyrirliggjandi gögn bentu ekki til þess að hann myndi reyna að koma sér undan réttvísinni. Sé Facebook-síða mannsins skoðuð sést hins vegar að hann dvelur nú í heimalandinu. Ákæra málsins er birt í Lögbirtingablaðinu en af því má álykta að illa hafi gengið að birta honum ákæruna í Bandaríkjunum. Brot mannsins, verði hann fundinn sekur, varðar allt að fjögurra ára fangelsi. Auk kröfu ákæruvaldsins um refsingu gera brotaþolar málsins kröfu um greiðslu skaða- og miskabóta. Ökumaður fremsta bílsins, sá sem alvarlegustu meiðslin hlaut, fer fram á sex milljónir í miskabætur auk tæpra þriggja milljóna í skaðabætur. Tvær ungar dætur hans, sem voru farþegar í bifreiðinni, gera kröfu um 2,5 milljónir í miskabætur hvor. Ökumaður síðari bifreiðarinnar fer fram á 1,5 milljónir í miskabætur vegna tjóns síns. Alls er bandaríski ferðamaðurinn því krafinn um rúmar fimmtán milljónir króna. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness 30. apríl óháð því hvort Bandaríkjamaðurinn verður viðstaddur eður ei. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki talinn líklegur til að láta sig hverfa Bandarískur ferðamaður sem varð valdur að umferðarslysi á Reykjanesbraut undir lok aprílmánaðar má halda aftur til síns heima. 17. maí 2018 06:51 Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Bandarískur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi svo og brot gegn umferðarlögum. Maðurinn ók bifreið aftan á kyrrstæðar bifreiðar á Reykjanesbraut við Tjarnarvelli í apríl í fyrra. Áður en slysið varð hafði bolti rúllað eftir veginum og orsakað talsverða hættu. Ökumaður á ferð sá boltann, stöðvaði bifreið sína, kveikti á viðvörunarljósum og hugðist fjarlægja hann. Næsta bifreið fyrir aftan hann staðnæmdist einnig en ökumaður þriðju bifreiðarinnar, bandaríski ferðamaðurinn, gætti ekki að sér og ók aftan á bifreiðina fyrir framan sig. Ökumaður fremsta bílsins, sá sem steig út til að fjarlægja boltann, hlaut af þessu lífshættulega áverka. Meðal annars höfuðkúpubrot, blæðingu í heila, fjölmörg rifbeinsbrot og blæðingar innvortis. Þá hefur slysið haft í för breytingar á persónuleika hans og sjónsviði vinstra auga. Málið vakti talsverða athygli á sínum tíma sökum þess að fjöldi ökumanna ók fram hjá stórslösuðum manninum án þess að gefa honum gaum. Farið var fram á farbann yfir bandaríska ferðamanninum meðan á meðferð málsins stæði. Fallist var á það í héraði með vísan til þess að maðurinn hefði engin tengsl við landið og því líkur á að hann myndi reyna að komast undan saksókn með því að fara úr landi.Sjá einnig: Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Sá úrskurður var síðar felldur úr gildi í Landsrétti með vísan til þess að lögreglan hefði upplýsingar um símanúmer, netfang og vinnustað hans ytra. Fyrirliggjandi gögn bentu ekki til þess að hann myndi reyna að koma sér undan réttvísinni. Sé Facebook-síða mannsins skoðuð sést hins vegar að hann dvelur nú í heimalandinu. Ákæra málsins er birt í Lögbirtingablaðinu en af því má álykta að illa hafi gengið að birta honum ákæruna í Bandaríkjunum. Brot mannsins, verði hann fundinn sekur, varðar allt að fjögurra ára fangelsi. Auk kröfu ákæruvaldsins um refsingu gera brotaþolar málsins kröfu um greiðslu skaða- og miskabóta. Ökumaður fremsta bílsins, sá sem alvarlegustu meiðslin hlaut, fer fram á sex milljónir í miskabætur auk tæpra þriggja milljóna í skaðabætur. Tvær ungar dætur hans, sem voru farþegar í bifreiðinni, gera kröfu um 2,5 milljónir í miskabætur hvor. Ökumaður síðari bifreiðarinnar fer fram á 1,5 milljónir í miskabætur vegna tjóns síns. Alls er bandaríski ferðamaðurinn því krafinn um rúmar fimmtán milljónir króna. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness 30. apríl óháð því hvort Bandaríkjamaðurinn verður viðstaddur eður ei.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki talinn líklegur til að láta sig hverfa Bandarískur ferðamaður sem varð valdur að umferðarslysi á Reykjanesbraut undir lok aprílmánaðar má halda aftur til síns heima. 17. maí 2018 06:51 Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Ekki talinn líklegur til að láta sig hverfa Bandarískur ferðamaður sem varð valdur að umferðarslysi á Reykjanesbraut undir lok aprílmánaðar má halda aftur til síns heima. 17. maí 2018 06:51
Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27