25 milljónir til björgunarstarfa í Mósambík og Malaví Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2019 12:23 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að eyðileggingin á svæðinu vegna Idai sé meiri en orð fái lýst og að íbúar hamfarasvæðanna hafi liðið ómældar þjáningar. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að fela Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna að ráðstafa 25 milljónum íslenskra króna til björgunarstarfa á hamfarasvæðunum í Mósambík og Malaví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Óttast er að á annað þúsund hafi látið lífið í ofsaflóðum í kjölfar fellibylsins Idai sem gekk yfir sunnanverða Afríku fyrr í mánuðinum. Í tilkynningunni kemur fram að þegar hafi verið staðfest að rúmlega 760 hafi farist. Hundruð íbúa er enn saknað, flestra í Beira og nágrenni, þar sem tæplega 34 þúsund heimili eyðilögðust. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra að eyðileggingin á svæðinu vegna Idai sé meiri en orð fá lýst og íbúar hamfarasvæðanna hafi liðið ómældar þjáningar. „Við getum ekki staðið aðgerðalaus hjá slíkum hörmungum heldur ber okkur siðferðisleg skylda til að hjálpa þeim sem um sárt eiga binda, ekki síst í ljósi þess að um samstarfsríki Íslands til margra ára er að ræða.“ Björgunarsveitir leggja nú áherslu á matvæla- og lyfjaaðstoð, vatn- og salernisaðstöðu, auk þess sem kapp er lagt á að koma upp neyðarskýlum. „Heilbrigðisstarfsfólk leggur nótt við dag að bólusetja íbúa gegn kóleru til að freista þess að afstýra faraldri. Þegar hafa verið staðfest 139 tilvik þessa banvæna smitsjúkdóms í Mósambík. Aðrir vatnsbornir sjúkdómar hafa líka látið á sér kræla,“ segir í tilkynningunni. Malaví er annað tveggja samstarfslanda Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Íslendingar lokuðu sendiráðu sínu í Mósambík fyrir um ári en styðja þó áfram þróunarstarf í landinu, að því er fram kemur í tilkynningunni. Malaví Mósambík Utanríkismál Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að fela Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna að ráðstafa 25 milljónum íslenskra króna til björgunarstarfa á hamfarasvæðunum í Mósambík og Malaví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Óttast er að á annað þúsund hafi látið lífið í ofsaflóðum í kjölfar fellibylsins Idai sem gekk yfir sunnanverða Afríku fyrr í mánuðinum. Í tilkynningunni kemur fram að þegar hafi verið staðfest að rúmlega 760 hafi farist. Hundruð íbúa er enn saknað, flestra í Beira og nágrenni, þar sem tæplega 34 þúsund heimili eyðilögðust. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra að eyðileggingin á svæðinu vegna Idai sé meiri en orð fá lýst og íbúar hamfarasvæðanna hafi liðið ómældar þjáningar. „Við getum ekki staðið aðgerðalaus hjá slíkum hörmungum heldur ber okkur siðferðisleg skylda til að hjálpa þeim sem um sárt eiga binda, ekki síst í ljósi þess að um samstarfsríki Íslands til margra ára er að ræða.“ Björgunarsveitir leggja nú áherslu á matvæla- og lyfjaaðstoð, vatn- og salernisaðstöðu, auk þess sem kapp er lagt á að koma upp neyðarskýlum. „Heilbrigðisstarfsfólk leggur nótt við dag að bólusetja íbúa gegn kóleru til að freista þess að afstýra faraldri. Þegar hafa verið staðfest 139 tilvik þessa banvæna smitsjúkdóms í Mósambík. Aðrir vatnsbornir sjúkdómar hafa líka látið á sér kræla,“ segir í tilkynningunni. Malaví er annað tveggja samstarfslanda Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Íslendingar lokuðu sendiráðu sínu í Mósambík fyrir um ári en styðja þó áfram þróunarstarf í landinu, að því er fram kemur í tilkynningunni.
Malaví Mósambík Utanríkismál Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira