Lífið

Jonas Brothers rétt sluppu við að borða nautatyppi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bræðurnir voru ekki í vandræðum með þetta.
Bræðurnir voru ekki í vandræðum með þetta.

Í spjallþættinum Late Late show með Bretanum James Corden er oft á dagskrá liðurinn Spill Your Guts or Fill Your Guts sem gengur út á það að maður á annað hvort að svara erfiðri spurningu eða borða einhvern algjöran viðbjóð.

Á dögunum voru drengirnir í sveitinni Jonas Brothers gestir hjá Corden og tóku þeir þátt í dagskráliðnum með skemmtilegri útkomu.

Í sveitinni eru bræðurnir Kevin Jonas, Joe Jonas og Nick Jonas en töluvert fjölmiðlafár var þegar sveitin hætti störfum á sínum tíma. Nú eru þeir komnir aftur saman og fóru til að mynda einnig á rúntinn með Corden á dögunum.

Að þessu sinni voru reglurnar öðruvísi. Ef einn drengjanna neitaði að svara spurningu þurftu allir þrír að borða ógeðsrétt. Nick Jonas neitaði að svara spurningunni hver væri frægasta konan sem hafði reynt við hann og því urðu þeir allir að drekka fuglaslef.

Einnig þurftu þeir að drekka eldheitan sjeik þar sem Joe Jonas var ekki tilbúinn að móðga aðdáendur þekktra strákabanda. Bræðurnir voru reyndar ekkert mikið á því að svara spurningum Corden og því þurftu þeir mestmegnis að fá sér sopa eða bita eins og sjá má hér að neðan. Það var einn réttur sem þeir gátu ekki hugsað sér að borða og var það nautatyppi. Nick Jonas þurfti því að svara mjög erfiðaðri spurningu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.