Innlent

Katrín ætlar að tjá sig eftir þingflokksfund

Birgir Olgeirsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kaus að tjá sig ekki við fjölmiðlamenn fyrir þingflokksfund Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kaus að tjá sig ekki við fjölmiðlamenn fyrir þingflokksfund Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað að hún muni tjá sig við fjölmiðla eftir þingflokksfund Vinstri grænna sem hófst klukkan eitt í dag.

Hefur Katrín ekki tjáð sig hingað til um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu sem úrskurðaði að skipun dómara í Landsrétt hefði brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu.

Reglubundnir fundir þingflokka eru í dag og þar á meðal hjá Sjálfstæðisflokknum sem hófst einnig klukkan eitt í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætti í þinghúsið rétt fyrir klukkan hálf tvö í dag en kaus að tjá sig ekki við fjölmiðlamenn sem leituðu viðbragða hjá honum og sagðist vera of seinn á fund.

Staða Sigríðar Á. Andersen sem dómsmálaráðherra verður vafalítið rædd á fundum þingflokkanna en lítið hefur heyrst frá stjórnarþingmönnum vegna málsins. Má vænta að það verði tekið til umræðu á fundi ríkisstjórnar sem fer fram klukkan 16 í dag.

Má búst við að Katrín tjá sig við fjölmiðlamenn í þinghúsinu um klukkan 15 í dag en Vísir verður með beina útsendingu frá því. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×