Innlent

Sigríður Andersen boðar til blaðamannafundar

Birgir Olgeirsson skrifar
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í dómsmálaráðuneytinu klukkan 14:30 í dag. Mun Vísir vera í beinni útsendingu frá fundinum.

Efni fundarins liggur ekki fyrir en Sigríður hefur verið til umræðu vegna úrskurðar Mannréttindadómstóls Evrópu um að skipan dómara í Landsrétt hafi brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu.

Sigríður tjáði sig við fjölmiðla um málið í gær þar sem hún sagðist ekki ætla að segja af sér sem dómsmálaráðherra og sæi ekki ástæðu til þess. 

Sagðist Sigríður að hún íhugaði að vísa málinu til Yfirdóms og að stjórnvöld hafi þrjá mánuði til að taka þá ákvörðun.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×