Sport

Till: Bardagi gegn Gunnari kemur vel til greina

Henry Birgir Gunnarsson í London skrifar
Till í viðtali í gær.
Till í viðtali í gær. vísr/HBG

Englendingurinn Darren Till er aðalstjarna bardagakvölds UFC í London. Gunnar Nelson hefur mikið reynt að berjast við hann en Till hefur alltaf flúið.

Allt byrjaði þetta fyrir rúmu einu og hálfu ári síðan. Þá sagði Till á Instagram að enginn þorði í sig. Gunnar svaraði honum og sagðist vera klár í að dansa. Till tók því vel og þeir nánast sömdu um að berjast í spjalli þar.

Svo fór Till í felur er byrjað var að ganga á eftir bardaganum. Kom reyndar í ljós að það var frábær ákvörðun hjá honum. Hann fékk bardaga gegn Stephen Thompson á heimavelli, hafði betur og fékk í kjölfarið titilbardaga gegn Tyron Woodley. Sá bardagi tapaðist aftur á móti.

„Það eru alltaf margir sem vilja berjast við mig. Ég er til í að berjast við Gunnar og veit að hann vill berjast við mig,“ sagði Till við Vísi í gær.

„Aðalmarkmið mitt var alltaf að berjast við Stephen Thompson. Það borgaði sig og ég fékk stærri bardagann þar.“

Till útilokar þó alls ekki að mæta Gunnari á seinni stigum.

„Við verðum að sjá til hvort Gunnar kemst á siglingu en sá bardagi gæti klárlega orðið að veruleika í framtíðinni.“

Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans.


Klippa: Till um bardaga gegn Gunnari Nelson


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.