Varnir verða settar upp gegn camfilobakter og salmonellu í kjöti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. mars 2019 19:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að settar verði upp varnir í landinu gegn camfilobakter og salmonellu í kjöti vegna nýs frumvarps sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, sem gerir ráð fyrir innflutningi á ófrosnu kjöti til landsins. Guðrún Tryggvadóttir, nýr formaður Bændasamtakanna óttast að innflutningurinn valdi minnkandi eftirspurn eftir íslenskum landbúnaðarafurðum og færri störfum í landbúnaði. Fjölmenni sat ársfund Bændasamtaka Íslands sem fór fram á Hótel Örk í dag , bændur alls staðar af landinu og aðrir gestir. Aðalfundarstörf fóru fram fyrir hádegi en eftir hádegi var ráðstefnudagskrá um sérstöðu íslensks landbúnaðar. Nýr formaður Bændasamtakanna kom víða við í sínu erindi og lýsti miklum áhyggjum af innflutningi á kjöti til landsins. „Líklegt er að aukin innflutningur valdi minnkandi eftirspurn eftir íslenskum landbúnaðarafurðum, það leiðir af sér færri störf í landbúnaði og færri býli í rekstri. Með því er ekki einungis vegið að bændum heldur minnkar fæðuöryggi Íslendinga. Það þarf ekki annað að landið einangrist vegna náttúruhamfara eða ófriðar. Læknar hafa bent á að tíðni matarsýkinga í mönnum aukast með auknu magni á innfluttum vörum. Það á við um fleira en ferskt kjöt því mælingar hafa sýnt að grænmeti getur líka borið mér sér margvísleg smit“, sagði Guðrún.Katrín fór ekki tómhent heim af fundinum því hún var leyst út með fallegum íslenskum blómvendi. Hún er hér með Guðrúnu Tryggvadóttur, formanni Bændasamtaka Íslands.Forsætisráðherra, sem ávarpaði fundinn sagði að sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra hefðu sammælst um aðgerðaráætlun um sýklalyfjaofnæmi vegna hugsanlegs innflutnings á ófrosnu kjöti til landsins en málið snýst um dóm Efta dómstólsins, sem féll um frystiskyldu á kjöti og á rætur að rekja til skuldbindinga, sem íslensk stjórnvöld gengust undir árin 2005 til 2009. „Hugsunin er sú að settar og reistar verði varnir við camfilobakter og salmonellu í nýju frumvarpi ráðherrans, sem ætlað er að bregðast við dómnum. Þetta er auðvitað ný nálgun í þessu máli en ég hef ekki trú á öðru en að sú nálgun standist EES samninginn, samhliða því að geta reist raunverulegar varnir fyrir okkar stöðu, okkar einstöku stöðu þegar kemur að matvælaheilbrigði“, sagði Katrín. Heilbrigðismál Hveragerði Landbúnaður Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að settar verði upp varnir í landinu gegn camfilobakter og salmonellu í kjöti vegna nýs frumvarps sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, sem gerir ráð fyrir innflutningi á ófrosnu kjöti til landsins. Guðrún Tryggvadóttir, nýr formaður Bændasamtakanna óttast að innflutningurinn valdi minnkandi eftirspurn eftir íslenskum landbúnaðarafurðum og færri störfum í landbúnaði. Fjölmenni sat ársfund Bændasamtaka Íslands sem fór fram á Hótel Örk í dag , bændur alls staðar af landinu og aðrir gestir. Aðalfundarstörf fóru fram fyrir hádegi en eftir hádegi var ráðstefnudagskrá um sérstöðu íslensks landbúnaðar. Nýr formaður Bændasamtakanna kom víða við í sínu erindi og lýsti miklum áhyggjum af innflutningi á kjöti til landsins. „Líklegt er að aukin innflutningur valdi minnkandi eftirspurn eftir íslenskum landbúnaðarafurðum, það leiðir af sér færri störf í landbúnaði og færri býli í rekstri. Með því er ekki einungis vegið að bændum heldur minnkar fæðuöryggi Íslendinga. Það þarf ekki annað að landið einangrist vegna náttúruhamfara eða ófriðar. Læknar hafa bent á að tíðni matarsýkinga í mönnum aukast með auknu magni á innfluttum vörum. Það á við um fleira en ferskt kjöt því mælingar hafa sýnt að grænmeti getur líka borið mér sér margvísleg smit“, sagði Guðrún.Katrín fór ekki tómhent heim af fundinum því hún var leyst út með fallegum íslenskum blómvendi. Hún er hér með Guðrúnu Tryggvadóttur, formanni Bændasamtaka Íslands.Forsætisráðherra, sem ávarpaði fundinn sagði að sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra hefðu sammælst um aðgerðaráætlun um sýklalyfjaofnæmi vegna hugsanlegs innflutnings á ófrosnu kjöti til landsins en málið snýst um dóm Efta dómstólsins, sem féll um frystiskyldu á kjöti og á rætur að rekja til skuldbindinga, sem íslensk stjórnvöld gengust undir árin 2005 til 2009. „Hugsunin er sú að settar og reistar verði varnir við camfilobakter og salmonellu í nýju frumvarpi ráðherrans, sem ætlað er að bregðast við dómnum. Þetta er auðvitað ný nálgun í þessu máli en ég hef ekki trú á öðru en að sú nálgun standist EES samninginn, samhliða því að geta reist raunverulegar varnir fyrir okkar stöðu, okkar einstöku stöðu þegar kemur að matvælaheilbrigði“, sagði Katrín.
Heilbrigðismál Hveragerði Landbúnaður Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira