Innlent

Bein útsending: Stjórnmálin og #MeToo

Samúel Karl Ólason skrifar
Þingkonur undir 40 ára aldri eru líklegri til að verða fyrir áreiti og kvenkyns starfsmenn þinga verða frekar fyrir kynferðislegu ofbeldi en þingkonur.
Þingkonur undir 40 ára aldri eru líklegri til að verða fyrir áreiti og kvenkyns starfsmenn þinga verða frekar fyrir kynferðislegu ofbeldi en þingkonur. Vísir/Vilhelm
Íslenskir stjórnmálaflokkar efna til opins morgunverðarfundar á Grand Hótel þar sem rætt verður um kynbundið ofbeldi og verður Martin Chungong, framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins, sérstakur gestur fundarins. Hann mun kynna skýrslu um niðurstöður viðamikillar rannsóknar sambandsins og Evrópuráðsþingsins á kynjamismunun og kynbundnu ofbeldi og áreiti gegn konum í þjóðþingum Evrópu.

Við gerð rannsóknarinnar sögðust 85 prósent þingkvenna hafa upplifað kynbundið andlegt ofbeldi á þjóðþingum.

Þingkonur undir 40 ára aldri eru líklegri til að verða fyrir áreiti og kvenkyns starfsmenn þinga verða frekar fyrir kynferðislegu ofbeldi en þingkonur. Í flestum tilvikum skortir jafnframt vettvang þar sem konur geta tjáð sig um ofbeldið sem þær verða fyrir. Skýrslan er sú fyrsta í röð svæðisbundinna rannsókna sem alþjóðasambandið stendur fyrir um kynbundið ofbeldi og áreiti gagnvart konum í þjóðþingum heims.

Fundurinn hefst klukkan 8:30.

Dagskrá fundarins:

•Opnunarávarp Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs

•Martin Chungong framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannsambandsins kynnir niðurstöður rannsóknar á kynferðisofbeldi og áreiti innan þjóðþinga Evrópu

•Pallborð og umræður. Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar mun stýra pallborðsumræðum með fulltrúum allra flokka í kjölfar erindanna.

Þáttakendur í pallborði:

Una Hildardóttir, fyrir hönd Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.

Lilja D. Alfreðsdóttir, fyrir hönd Framsóknarflokksins.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins.

Þorsteinn Víglundsson, fyrir hönd Viðreisnar.

Heiða Björg Hilmisdóttir, fyrir hönd Samfylkingarinnar.

Þorsteinn Sæmundsson, fyrir hönd Miðflokks.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrir hönd Pírata.

Guðmundur Ingi Kristinsson fyrir hönd Flokk fólksins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×