Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Fjármálaráðherra undrast viðbrögð sveitarfélaga við hugmyndum um frystingu framlaga í jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem þurfi að ræða í samhengi við fjölmörg verkefni sveitarfélaganna.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Farið verður yfir stöðuna í kjaramálum en iðnaðarmenn slitu í dag viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Nú hefur alls 41 stéttarfélag af 48 innan ASÍ, með 115 þúsund félagsmenn, slitið viðræðum. Starfsgreinasambandið hittist í dag til að fara yfir verkfallsaðgerðir.

Við skoðum einnig breytingar sem hafa verið gerðar á geðsviði Landspítalans vegna tveggja sjálfsvíga sem voru framin þar fyrir rúmu ári og ræðum við félagsmálaráðherra um fíkniefnaneyslu barna. Loks verður leitað svara við því hvort fyrsti hamborgarinn á Íslandi hafi verið seldur í Staðarskála í Hrútafirði.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×