VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2019 10:24 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Baldur Hrafnkell Jónsson Stjórn VR hefur lagt upp með fimmtán verkfallsdaga hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði í lok mars og apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef VR. Verði ekki samið um kjarasamninga, sem runnu út í árslok 2018, er stefnt á allsherjarvinnustöðvun á baráttudegi verkalýðsins 1. maí. „Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall,“ segir á vef VR. Kjarasamningur VR og Samtaka atvinnulífsins rann út þann 31. desember 2018 og er nýr kjarasamningur ekki í sjónmáli. „Atvinnurekendur höfnuðu kröfum félagsins og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara þann 21. desember 2018. Þann 21. febrúar, mat félagið það svo að viðræður hefðu reynst árangurslausar, þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara.“Sjá kröfugerð félagsins og tilboð Samtaka atvinnulífsins hér.VR hefur því ákveðið að efna til leynilegrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal félagsmanna VR sem starfa hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og hjá eftirfarandi fyrirtækjum með staðsetningu í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Hveragerði: Fosshótel Reykjavík ehf. Íslandshótel hf. Flugleiðahótel ehf. Cabin ehf. Hótel Saga ehf. Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf. Hótel Klettur ehf. Örkin Veitingar ehf. Keahótel ehf. Hótel Frón ehf. Hótel 1919 ehf. Hótel Óðinsvé hf. Hótel Leifur Eiríksson ehf. Hótel Smári ehf. Fjörukráin ehf. (Hotel Viking) Hótel Holt Hausti ehf. Hótelkeðjan ehf. CapitalHotels ehf. Kex Hostel 101 (einn núll einn) hótel ehf. Aðeins félagsmenn VR í ofangreindum fyrirtækjum og hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR munu kjósa um verkfall. Kosið er um að samþykkja eða hafna verkfallsaðgerðum samkvæmt eftirfarandi dagsetningum: Frá klukkan 00:01 til klukkan 23:59 þann 22. mars 2019 (1 dagur) Frá klukkan 00:01 þann 28. mars 2019 til klukkan 23:59 þann 29. mars 2019 (2 dagar) Frá klukkan 00:01 þann 3. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 5. apríl 2019 (3 dagar) Frá klukkan 00:01 þann 9. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 11. apríl 2019 (3 dagar) Frá klukkan 00:01 þann 15. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 17. apríl 2019 (3 dagar) Frá klukkan 00:01 þann 23. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 25. apríl 2019 (3 dagar) Ótímabundin vinnustöðvun frá klukkan 00:01 þann 1. maí 2019. Kjaramál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Stjórn VR hefur lagt upp með fimmtán verkfallsdaga hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði í lok mars og apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef VR. Verði ekki samið um kjarasamninga, sem runnu út í árslok 2018, er stefnt á allsherjarvinnustöðvun á baráttudegi verkalýðsins 1. maí. „Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall,“ segir á vef VR. Kjarasamningur VR og Samtaka atvinnulífsins rann út þann 31. desember 2018 og er nýr kjarasamningur ekki í sjónmáli. „Atvinnurekendur höfnuðu kröfum félagsins og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara þann 21. desember 2018. Þann 21. febrúar, mat félagið það svo að viðræður hefðu reynst árangurslausar, þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara.“Sjá kröfugerð félagsins og tilboð Samtaka atvinnulífsins hér.VR hefur því ákveðið að efna til leynilegrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal félagsmanna VR sem starfa hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og hjá eftirfarandi fyrirtækjum með staðsetningu í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Hveragerði: Fosshótel Reykjavík ehf. Íslandshótel hf. Flugleiðahótel ehf. Cabin ehf. Hótel Saga ehf. Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf. Hótel Klettur ehf. Örkin Veitingar ehf. Keahótel ehf. Hótel Frón ehf. Hótel 1919 ehf. Hótel Óðinsvé hf. Hótel Leifur Eiríksson ehf. Hótel Smári ehf. Fjörukráin ehf. (Hotel Viking) Hótel Holt Hausti ehf. Hótelkeðjan ehf. CapitalHotels ehf. Kex Hostel 101 (einn núll einn) hótel ehf. Aðeins félagsmenn VR í ofangreindum fyrirtækjum og hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR munu kjósa um verkfall. Kosið er um að samþykkja eða hafna verkfallsaðgerðum samkvæmt eftirfarandi dagsetningum: Frá klukkan 00:01 til klukkan 23:59 þann 22. mars 2019 (1 dagur) Frá klukkan 00:01 þann 28. mars 2019 til klukkan 23:59 þann 29. mars 2019 (2 dagar) Frá klukkan 00:01 þann 3. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 5. apríl 2019 (3 dagar) Frá klukkan 00:01 þann 9. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 11. apríl 2019 (3 dagar) Frá klukkan 00:01 þann 15. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 17. apríl 2019 (3 dagar) Frá klukkan 00:01 þann 23. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 25. apríl 2019 (3 dagar) Ótímabundin vinnustöðvun frá klukkan 00:01 þann 1. maí 2019.
Kjaramál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira