Formaður VR segir verkalýðsfélög nauðbeygð í aðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2019 14:45 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. vísir/vilhelm Formaður VR segir verkalýðsfélögunum nauðugur sá kostur að boða til verkfalla til að þrýsta á körfur sínar gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Stærstu hótel landsins og hópbifreiðafyrirtækin séu mikilvæg í samfélaginu og vonandi dragi verkfallsboðun hjá þeim atvinnurekendur aftur að samningaborðinu. VR og Efling hafa ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um röð verkfalla hjá tuttugu stærstu hótelunum og hópbifreiðafyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu og í Hvergagerði. Aðgerðirnar munu fyrst um sinn standa yfir í einn dag og síðan þrjá og enda með allsherjarverkfalli hinn fyrsta maí. Þá hefur Verkalýðsfélag Akraness ákveðið að boða til allsherjarverkfalls í apríl. Fyrstu sameiginlegu aðgerðir Eflingar og VR verða hinn 22. mars þegar félagsmenn félaganna fara í eins dags verkfall verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu, sem Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að boðað verði til í næstu viku. Áhrif aðgerðanna yrðu mikil þar sem þær munu ná yfir stóran hluta starfsmanna tuttugu stærstu hótelanna sem og hópferðabílafyrirtækja og má því segja að ferðaþjónustan lamist. Aðgerðirnar stigmagnast síðan með tveggja daga verkfalli hinn 28. mars, þriggja daga verkföllum sem myndu hefjast 3., 9., 15. og 23. mars og enda í ótímabundnu verkfalli hinn 1. maí hafi ekki samist. Ragnar Þór segir ekki tilviljun að aðgerðir beinist að þessum hópi fyrirtækja. „Fyrst og fremst vegna þess að þarna myndi ég segja að hafi verið gríðarlegur uppgangur á kostnað vinnuaflsins. Þarna er launastrúktúrinn nánast byggður upp á strípuðum töxtum,” segir Ragnar Þór. Aðeins starfsmenn sem verkföllin munu ná til greiða atkvæði um verkföllin. En þau munu til að mynda ná til Fosshótela, Íslandshótela, Flugleiðahótela, KEA og fleiri stórra hótela. Ragnar Þór segir þetta vera fyrirtæki sem séu það mikilvæg í íslensku samfélagi að aðgerðir gegn þeim muni þrýsta viðsemjendum aftur að borðinu. „Þetta snýst í rauninni ekki um að fara í verkföll bara til að fara í verkföll. Þetta er mjög alvarlegur hlutur og það er enginn að leika sér í þessu. Við erum einfaldlega nauðbeygð í aðgerðir og þá forum við í aðgerðir. Þetta er okkar helsta vopn. Til að fara í aðgerðir þurfa þær að bíta og við teljum að þær muni bíta fast í þessari atvinnugrein og hjá þessum fyrirtækjum,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Þá hefur Verkalýðsfélag Akraness ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um boðun allsherjarverkfalls félagsmanna sinna. Atkvæðagreiðslan hefst hinn 29. mars og stendur til 5. apríl og ef verkfallsboðun verður samþykkt hæfist allsherjarverkfall félagsmanna á Akranesi hinn 12. apríl. Kjaramál Tengdar fréttir Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Formaður VR segir verkalýðsfélögunum nauðugur sá kostur að boða til verkfalla til að þrýsta á körfur sínar gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Stærstu hótel landsins og hópbifreiðafyrirtækin séu mikilvæg í samfélaginu og vonandi dragi verkfallsboðun hjá þeim atvinnurekendur aftur að samningaborðinu. VR og Efling hafa ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um röð verkfalla hjá tuttugu stærstu hótelunum og hópbifreiðafyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu og í Hvergagerði. Aðgerðirnar munu fyrst um sinn standa yfir í einn dag og síðan þrjá og enda með allsherjarverkfalli hinn fyrsta maí. Þá hefur Verkalýðsfélag Akraness ákveðið að boða til allsherjarverkfalls í apríl. Fyrstu sameiginlegu aðgerðir Eflingar og VR verða hinn 22. mars þegar félagsmenn félaganna fara í eins dags verkfall verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu, sem Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að boðað verði til í næstu viku. Áhrif aðgerðanna yrðu mikil þar sem þær munu ná yfir stóran hluta starfsmanna tuttugu stærstu hótelanna sem og hópferðabílafyrirtækja og má því segja að ferðaþjónustan lamist. Aðgerðirnar stigmagnast síðan með tveggja daga verkfalli hinn 28. mars, þriggja daga verkföllum sem myndu hefjast 3., 9., 15. og 23. mars og enda í ótímabundnu verkfalli hinn 1. maí hafi ekki samist. Ragnar Þór segir ekki tilviljun að aðgerðir beinist að þessum hópi fyrirtækja. „Fyrst og fremst vegna þess að þarna myndi ég segja að hafi verið gríðarlegur uppgangur á kostnað vinnuaflsins. Þarna er launastrúktúrinn nánast byggður upp á strípuðum töxtum,” segir Ragnar Þór. Aðeins starfsmenn sem verkföllin munu ná til greiða atkvæði um verkföllin. En þau munu til að mynda ná til Fosshótela, Íslandshótela, Flugleiðahótela, KEA og fleiri stórra hótela. Ragnar Þór segir þetta vera fyrirtæki sem séu það mikilvæg í íslensku samfélagi að aðgerðir gegn þeim muni þrýsta viðsemjendum aftur að borðinu. „Þetta snýst í rauninni ekki um að fara í verkföll bara til að fara í verkföll. Þetta er mjög alvarlegur hlutur og það er enginn að leika sér í þessu. Við erum einfaldlega nauðbeygð í aðgerðir og þá forum við í aðgerðir. Þetta er okkar helsta vopn. Til að fara í aðgerðir þurfa þær að bíta og við teljum að þær muni bíta fast í þessari atvinnugrein og hjá þessum fyrirtækjum,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Þá hefur Verkalýðsfélag Akraness ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um boðun allsherjarverkfalls félagsmanna sinna. Atkvæðagreiðslan hefst hinn 29. mars og stendur til 5. apríl og ef verkfallsboðun verður samþykkt hæfist allsherjarverkfall félagsmanna á Akranesi hinn 12. apríl.
Kjaramál Tengdar fréttir Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37
Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54
VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24