Lífið

Sjáðu Ingvar E., Gísla Martein, Ladda og alla hina í Mottumarsauglýsingunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Unnsteinn Manuel, Dóri DNA, Gísli Marteinn, Jón Jónsson, Villi naglbítur og Guðni Bergsson voru glæsilegir í karlaklefanum.
Unnsteinn Manuel, Dóri DNA, Gísli Marteinn, Jón Jónsson, Villi naglbítur og Guðni Bergsson voru glæsilegir í karlaklefanum. Skjáskot/Mottumars
Auglýsing fyrir Mottumars, árlegt átak sem ætlað er að vekja athygli á krabbameini í körlum, var frumsýnd á RÚV á laugardagskvöld í auglýsingahléi á Söngvakeppni sjónvarpsins. Þjóðþekktir karlmenn úr ýmsum áttum leiða saman hesta sína í auglýsingunni, sem þótti kröftug og vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum um helgina.

Í auglýsingunni má m.a. sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ, Kristófer Acox körfuboltamann, tónlistarmennina Unnstein Manuel Stefánsson, Helga Björnsson og Friðrik Dór Jónsson, leikarana Ingvar E. Sigurðsson, Þórhall Sigurðsson (Ladda), og Gísla Örn Garðarsson, Ólaf Stefánsson handboltamann og sjónvarpsmanninn Gísla Martein Baldursson.

Frammistaða téðs Kristófers og Gísla Einarssonar, sjónvarpsmanns á RÚV, hefur vakið sérstaka kátínu meðal Twitter-notenda.

Áðurnefndir menn, og miklu fleiri, koma allir fram berir að ofan og marsera í takt í karlaklefa Sundhallarinnar. Auglýsingin er gerð í samstarfi við auglýsingastofuna Brandenburg og framleiðslufyrirtækið Republik Film Productions. Magnús Leifsson leikstýrði og Bragi Valdimar Skúlason skrifaði textann við lagið sem karlarnir syngja hástöfum.

Hér að neðan má horfa á auglýsinguna í heild sinni en þegar þetta er ritað hefur verið horft á hana um sjötíu þúsund sinnum á Facebook og sjö þúsund sinnum á YouTube.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×